2019 | Birtingur útgáfufélag ehf | k.t. 620867-0129 | VSK.nr 11788 | Síðumúla 28 | Allur réttur áskilinn. Notkun á efni miðilsins er óheimil án samþykkis.

  Afþreying fyrir börnin í samkomubanni: Lestu, litaðu, leiktu

  Samkomubann ríkir nú á Íslandi út 5. apríl hið minnsta, auk þess er fjöldi skóla lokaður og þurfa því margir foreldrar að hafa ofan af fyrir börnum sínum heima við, um leið og þeir sinna vinnu sinni að heiman.

   

  Fjölmargir einstaklingar og fyrirtæki hafa lagst á eitt og boðið fram efni á samfélagsmiðlum og heimasíðum sínum notendum að kostnaðarlausu.

  Hér eru nokkrar ábendingar um efni til að stytta börnunum stundirnar.

  Ævar Þór Benediktsson rithöfundur, eða Ævar vísindamaður, er með upplestur í beinni alla virka daga klukkan 13 á Facebook-síðu sinni. Ævar les upp úr bók sinni Risaeðlur í Reykjavík, og eru sex upplestrar komnir og allir aðgengilegir, en hver upplestur er um tíu mínútur. „Ég lofa að reyna að vera með glæsileg risaeðlutilþrif,“ segir Ævar.

  AUGLÝSING


  Bókin Risaeðlur í Reykjavík

  Disney klúbburinn býður upp á frían aðgang að hljóðbókum til 1. apríl á vefsíðu sinni.

  Hlustaðu á uppáhalds Disney sögurnar þínar

  Litaðu myndir úr safni 113 menningarstofnana og bókasafna um allan heim.

  Frá árinu 2016 hefur New York Academy of Medicine boðið söfnum og stofnunum um allan heim að taka þátt í verkefni sem nefnt er „Litaðu safnið mitt“ (Color My Collection) og á heimasíðu þeirra má finna myndir frá 113 söfnum og stofnunum sem tóku þátt árið 2019. Myndirnar eru fjölmargar og miserfiðar, en finna má myndir fyrir allan aldur og erfiðleikastig, svo er einnig fullt af fróðleik með.

  Ein af fjölmörgum myndum sem finna má á vefsíðunni

  Crayola litaframleiðandinn býður einnig upp á myndir til að prenta út og lita, og má finna fjölmargar myndir þar, meðal annars alla karaktera Disney teiknimyndanna.

   

   

  Litaðu uppáhalds persónurnar þínar

   

  Settu bangsa út í glugga

  Hugmyndin er erlend en gengur út á að setja bangsa út í glugga hjá þér. Börn og foreldrar geta síðan farið í göngutúr um sitt hverfi (eða önnur) og leitað að böngsum í gluggum. Sjá viðburð á Facebook. 

  Bangsa-ratleikur

  Fyrir þá sem vilja leggja dálitla vinnu í og hluta af heimilinu undir þá er tilvalið að útbúa þrautabraut fyrir börnin, eins og sjá má í myndbandinu hér fyrir neðan.

  Ert þú með ábendingu um efni fyrir börnin sem boðið er upp á endurgjaldslaust á samfélagsmiðlum og/eða vefsíðum, sérstaklega íslenskt? Endilega láttu okkur vita á [email protected]

   

   

  Lestu meira

  Annað áhugavert efni

  Nýjast á Mannlíf.is

  Nýjast á Gestgjafanum