Albatross með Tónaflóð um landið

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Hljómsveitin Albatross, með Elísabetu Ormslev og Sverri Bergmann, leggur land undir fót næstu föstudaga. Munu þau ferðast um landið og halda tónleika í hverjum landshluta þar sem áherslan verður á tónlist hvers landshluta. Fjöldi gestasöngvara mun koma fram á tónleikunum.

 

Tónleikarnir verða sýndir í beinni útsendingu á RÚV og Rás 2.

Gefin verður út söngbók með öllum tónleikalögunum, aðgengileg á vef RÚV svo áhorfendur geti sungið með hvar sem er á landinu.

Tónleikarnir verða fimm talsins, einir í hverjum landshluta, auk viðburðar á Menningarnótt í Reykjavík.

Tónaflóð um landið verða á eftirfarandi stöðum í sumar:

Fyrstu tónleikarnir verða í Hljómahöllinni í Reykjanesbæ föstudagskvöldið 3. júlí. Gestasöngvarar verða Valdimar Guðmundsson og Fríða Dís Guðmundsdóttir auk óvæntra gesta.

*10. júlí – Félagsheimili Bolungarvíkur
*17.júlí – Rauðka á Siglufirði
*24. júlí – Egilsbúð í Neskaupstað
*31. júlí – Aratunga í Bláskógabyggð

Gestir (auk fjölda óvæntra gesta á hverjum stað):

Reykjanesbær: Valdimar Guðmundsson og Fríða Dís Guðmundsdóttir.
Bolungarvík: Mugison og Katla Vigdís.
Siglufjörður: Ásgeir Trausti og Eyþór Ingi.
Neskaupstaður: Magni Ásgeirsson, Anya Shaddock og Bjartmar Guðlaugsson.
Aratunga: Jónas Sig og Hreimur.

- Auglýsing -
- Auglýsing -

Athugasemdir

Orðrómur

Forsíðuviðtal Mannlífs

Lestu meira

Hermann og Alexandra eignast son

Hermann Hreiðarsson, þjálfari og fyrrum atvinnumaður í fótbolta, og Alexandra Fanney Jóhannsdóttir, fyrrum flugfreyja hjá Icelandair, eignuðust...