• Orðrómur

Allt í blóma um helgina – Stefán, Lay Low, Hreimur og fleiri stíga á stokk

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Um helgina fara fram stórglæsilegir útitónleikar í Lystigarðinum í Hveragerði.

Á hátíðinni koma fram söngvarar í fremsta flokki ásamt Blómabændunum, hljómsveit sem á sér enga líka. Meðal þeirra sem koma fram á hátíðinni eru Stefán Hilmarsson, Magnús Þór Sigmundsson, Unnur Birna, Hreimur Örn, Stefanía Svavarsdóttir, Lay Low og Dagný Halla. Meðlimir hljómsveitarinnar Blómabændanna eru Pétur Valgarð Pétursson gítar, Vignir Þór Stefánsson píanó, Óskar Þormarsson trommur og hljómsveitarstjórinn Sigurgeir Skafti Flosason bassi.

Stefán Hilmarsson
Mynd / Aðsend

- Auglýsing -

Stefanía Svavarsdóttir
Mynd / Aðsend

Lystigarðurinn er í hjarta Hveragerði og þar hafa Hvergerðingar skemmt sér og öðrum í áraðir. Nú hefur Hveragerðisbær fjárfest í nýju og glæsilegu útisviði sem tekið verður í notkun á þjóðahátíðardaginn 17. júní. En í framhaldi hefur verið ákveðið að vígja sviðið með tónlistar og menningar veislu af bestu gerð. Lystigarðurinn opnar klukkan 18.00 og verður hægt að láta fara vel um sig þar þangað til að tónleikarnir byrja kl 20.00 og standa til 23.00 föstudaginn 18. júní og laugardaginn 19. júní.

Magnús Þór Sigmundsson
Mynd / Aðsend

- Auglýsing -

Tónleikarnir eru settir upp sem fjölskylduhátíð og hægt verður að versla drykki og eitthvað matarkyns á staðnum. Ekki skemmir þó að Breiðgata-bragðlaukanna liggur frá hringtorginu við þjóðveginn inn að lystigarðinum og við hana eru nokkrir af bestu veitingastöðum Hveragerðis. Má þar nefna Matkráin, Ölverk, Skyrgerðina, og skammt undan eru Hofland með gestalistann sinn og Almar Bakari svo eitthvað sé nefnt.

Frekari upplýsingar má finna hér.

Valgeir Guðjónsson Mynd / Aðsend

- Auglýsing -

Hreimur Örn Mynd / Aðsend

Veistu meira um málið?

Deila

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 
- Auglýsing -

Orðrómur

Helgarviðtalið

Lestu meira

Nýtt í dag

Í fréttum er þetta helst...

Mest lesið í vikunni

- Auglýsing -