Alma Rut gefur út Eldur logar hér: „Frábært pepp í febrúar“

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Alma Rut Kristjánsdóttir söngkona gaf í dag út lagið Eldur logar hér. Lagið er eftir Ölmu Rut, sem semur einnig texta ásamt Óla Þór Kristjánssyni. 

„Lagið er frábært „pepp“ í febrúar (og auðvitað alltaf). Það fjallar um hvernig við getum komist í gegnum ýmsa erfiðleika með því að finna kraftinn (eldinn) inni í sjálfum okkur,“ segir Alma Rut.

„Ég held að margir geti séð sjálfan sig í þessum texta og kraftmikla lagi! Sérstaklega eftir þetta erfiða ár.“

Alma Rut er tónlistaraðdáendum og tónleikagestum vel kunn, hún hefur sungið með mörgum þekktustu tónlistarmönnum landsins síðustu ár. Alma Rut er hluti af Todmobile síðan 2009, söngkona popp/rokk/kántrýhljómsveitarinnar Vestanáttin og ballsveitarinnar Alaska.

Hún hefur tekið þátt í mörgum verkefnum Rigg viðburða, sungið á jólatónleikum Siggu Beinteins og Heru Bjarkar, sungið raddir í yfir 20 lögum í Söngvakeppninni og hefur tvisvar sinnum farið út í Eurovision og staðið á sviðinu fyrir Íslands hönd, 2012 í Azerbeijan og 2015 í Austurríki, svo aðeins fátt sé upp talið. Alma Ruthefur einnig sungið inn á fjölmargar plötur, á sungið og leikið í teiknimyndum og söngleikjum og komið fram við hin ýmsu tilefni.

Þórir Úlfarsson sér um útsetningu og upptöku, auk þess að spila á píanó, Gulli Briem er á trommum, Pétur Valgarð Pétursson á gítar og Óli Þór Kristjáns á bassa. Sigurdór Guðmundsson, hjá Skonrokk Studios, sá um masteringu.

Deila

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 
- Auglýsing -

Orðrómur

Helgarviðtalið

Lestu meira

Nýtt í dag

Í fréttum er þetta helst...

Mest lesið í vikunni

- Auglýsing -