• Orðrómur

Andri Már búinn að selja glæsihýsið á Sólvallagötu

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Einbýlishús við Sólvallagötu 14 í Reykjavík sem var í eigu hjónanna, Andra Más Ingólfssonar, fyrrum aðaleiganda Primera Air, og eiginkonu hans, Valgerðar Franklínsdóttur, hefur verið selt.

Fréttablaðið greinir frá.

Sendiráð Bandaríkja nýtti sér samkomulag um kauprétt og keypti húsið á 450 milljónir króna. Fasteignamat hússins, sem byggt var 1928, er rúmlega 224 milljónir króna. Áformað er að húsið verði nýtt sem sendiráðsbústaður og fær sendiráðið afhent 1. Maí. Húsið, sem er um 540 fermetrar að stærð og með sjö svefnherbergi, hefur verið til sölu frá því haustið 2019. Sendiráð Bandaríkjanna er í nýju húsnæði við Engjateig.

- Auglýsing -

Samkomulag um kauprétt sendiráðsins var gert í fyrra og voru greiddar 150 þúsund dollarar fyrir, eða jafnvirði um 20 milljóna króna. Kauprétturinn var síðan nýttur í lok febrúar á þessu ári.

Deila

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 
- Auglýsing -

Orðrómur

Helgarviðtalið

Lestu meira

Spánverjar kunna að njóta lífsins

Snæfríður Ingadóttir, blaðamaður og ferðabókahöfundur, hefur iðulega leyft ævintýraþránni að ráða þegar kemur að ferðalögum og búsetuskiptum....

Gríma og Skúli eiga von á öðru barni

Gríma Björg Thor­ar­en­sen, inn­an­húss­hönnuður, og Skúli Mo­gensen, fyrr­ver­andi for­stjóri WOW Air, eiga von á barni í september.„Litli...

Nýtt í dag

Í fréttum er þetta helst...

Mest lesið í vikunni

- Auglýsing -