Annie Mist undirbýr sig fyrir nýja áskorun: „Þetta er jafnvel meira ógnvekjandi“

Deila

- Auglýsing -

Annie Mist Þórisdóttir, íþróttakona í CrossFit, er gengin 36 vikur á leið með frumburð sinn, von er á dóttur.

 

Í færslu á Instagram rifjar Annie Mist upp mynd frá heimsleikunum í CrossFit á síðasta ári.

„Síðasta ár þegar ég var var að reyna á mig til fullnustu, í ár undirbý ég mig fyrir aðra áskorun eftir aðeins fjórar vikur,“ segir Annie Mist sem hefur tvisvar unnið heimsleikana í CrossFit.

„Ég var mjög stressuð yfir því að keppa árlega, en það var eitthvað sem ég vissi hvernig ég ætti að undirbúa mig fyrir, svo þetta er jafnvel meira ógnvekjandi.

Þrátt fyrir það þá er ég spennt fyrir umbuninni sem ég fæ þegar þessari nýju áskorun er „lokið“.“

- Advertisement -

Athugasemdir