• Orðrómur

Arnar Helgi ætlar að hjóla 400 km með höndunum: Safnar fyrir hjólum fyrir hreyfihamlaða

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Handahjólreiðamaðurinn Arnar Helgi Lárusson ætlar í næstu viku að hjóla í 400 kílómetra á innan við sólarhring á Suðurlandi. Leiðin sem hann hjólar verður frá Höfn í Hornafirði og að Selfossi og leggur hann af stað á þriðjudags eftirmiðdag og hjólar inn í nóttina. Með þessu ætlar Arnar Helgi að vekja athygli á hreyfingu fyrir hreyfihamlaða og safna í leiðinni fyrir fjórum rafmagns fjallahjólum fyrir hreyfihamlaða.

Ferðalag Arnars hefst á Höfn á Hornafirði klukkan 16 á þriðjudag og hægt verður að fylgjast með ferðinni á heimasíðu SEM og á samfélagsmiðlum SEM og Arnars Helga. Öllum er velkomið að slást í för með Arnari Helga og hjóla lengri eða skemmri hluta leiðarinnar með honum.

Arnar verður heiðursgestur á KIA Gullhringnum á Selfossi þann 10. júlí, sem er stærsta hjólreiðakeppni landsins og vilja skipuleggjendur keppninnar vekja athygli á því um leið að keppnin er opin öllum sem vilja hjóla.

- Auglýsing -

Mynd / Aðsend

Arnar lenti í mótorhjólaslysi í september árið 2002, þá 26 ára gamall, en í því slysi lamaðist hann frá brjósti og niður. Hann lét þó ekki deigan síga þrátt fyrir hreyfihömlunina og snéri sér fljótlega að íþróttum, fyrst lyftingum, svo hjólastóla-race og nú handahjólreiðum. Í dag er Arnar formaður SEM samtakanna, sem eru samtök endurhæfðra mænuskaddaðra.

Um leið og Arnar Helgi hjólar þessa 400 kílómetra vill hann benda á mikilvægi hreyfingar en hann og SEM samtökin hafa sett af stað söfnun fyrir kaupum á fjórum sérútbúnum hjólum. SEM Samtökin munu hafa umsjón með hjólunum en hvert þeirra kostar tvær og hálfa milljón króna. Verkefnið er unnið í samstarfi við Íþróttafélag fatlaðra. Hjólin verða lánuð hreyfihömluðu fólki endurgjaldslaust til þess að hvetja það til hreyfingar.

- Auglýsing -

Mynd / Aðsend

„Ódýrustu hjólin fyrir hreyfihamlaða kosta rúma milljón og það segir sig sjálft að það er ekki farið út í slíkja fjárfestingu fyrir nokkra hjólatúra í mánuði. Auk þess sem það eru ekki allir aflögufærir um að borga slíka upphæð fyrir afþreyingu sína,“ segir Arnar Helgi. „Hjólin eru með mismunandi stillingum á erfiðleikastigi og henta því bæði í rólega hjólatúra og svo meira krefjandi hreyfingu.“

Arnar Helgi sagði í viðtali í vor að lífið væri langt frá því að vera búið þó maður sé lamaður. „Það er svo margt skemmtilegt hægt að gera en þar skiptir þó jákvætt hugarfar öllu máli, það er sterkasti hlekkurinn í keðjunni.“ Hann segist aldrei hugsa um það að hann sé lamaður, mottóið hans sé að vera betri maður í dag en í gær og að vera góð fyrirmynd fyrir börnin sín þrjú og aðra, sem hann umgengst.

- Auglýsing -

Allir sem vilja styrkja verkefnið geta sett sig í samband við SEM samtökin, Íþróttafélag fatlaðra eða Arnar Helga sjálfan. Allt fjármagn sem kemur inn í tengslum við verkefnið mun fara í kaup á hjólum til hreyfingar.

SEM samtökin, kennitala 510182-0739 – Reikningsnúmer 0323-26-001323. Skýring: Km400

Veistu meira um málið?

Deila

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 
- Auglýsing -

Orðrómur

Helgarviðtalið

Lestu meira

Sigurjón og skyr slá í gegn í nýrri herferð

Sigurjón Kjartansson framleiðandi með meiru fer með aðalhlutverkið í nýrri auglýsingu bandaríska skyrframleiðandans Icelandic Provisions. Aug­lýs­ing­in er...

Nýtt í dag

Í fréttum er þetta helst...

Mest lesið í vikunni

- Auglýsing -