Aron Sigurvinsson knattspyrnumaður lenti í alvarlegu bílslysi við Rauðhóla 5. ágúst. Aron var í 10 daga á gjörgæslu eftir slysið, og í kjölfarið greindist hann með krabbamein í hálsi.
„Ég greindist með krabbamein sem fannst í rannsóknum á hálsbrotinu í bílslysinu og er ég núna að fara byrja í meðferð gegn því,“ segir Aron í færslu á Instagram.
„Ég mun tækla þetta verkefni eins og ég er að tækla slysið, vil þakka öllum fyrir ómetanlegan stuðning síðustu mánuði.“
AUGLÝSING
433 sagði frá færslu Arons í gærkvöldi.
Fyrir rúmum mánuðum heimsóttu landsliðsmennirnir Alfreð Finnbogason og Gylfi Þór Sigurðsson Aron þar sem hann var í endurhæfingu á Grensás.