Ásdís Halla upplifði mikla niðurlægingu frá fíkniefnalögreglunni

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Þriðja þáttaröðin Með Loga snýr aftur í dag og telur hún sex þætti. Logi Bergmann Eiðsson stýrir viðtalsþáttunum eins og áður, en fyrri þáttaraðir hafa vakið talsverða lukku.

 

Logi fær til sín spennandi og áhrifamikla einstaklinga sem teknir eru tali með einlægum en léttum hætti eins og Loga einum er lagið.

Ásdís Halla Bragadóttir verðu fyrsti gestur Loga.

Ásdís Halla segir meðal annars frá heimkomu úr vinnuferð í útlöndum á þeim tíma sem hún starfaði sem blaðamaður á Morgunblaðinu. Vegna fjölskyldutengsla tók fíkniefnalögreglan hana afsíðis við heimkomuna og segist hún hafa upplifað mjög mikla niðurlægingu og óöryggi í því að vera ekki trúað.

„Ég upplifði mjög mikla niðurlægingu og ég upplifði óöryggið í því að vera ekki trúað. Óöryggið í því að kerfið gengur út frá því að mér sé ekki treystandi og ég sé örugglega fíkniefnainnflytjandi. Og þau horfðu þannig á mig að það skipti engu máli hvað ég sagði. Þau voru algjörlega ákveðin í því að þau væru búin að finna næsta fjölskyldumeðliminn sem væri í ruglinu.“

Þættirnir eru frumsýndir alla fimmtudaga klukkan 20.10 í opinni dagskrá í Sjónvarpi Símans en verða að sjálfsögðu aðgengilegir í Sjónvarpi Símans Premium samdægurs.

Aðrir viðmælendur sem mæta í spjall hjá Loga í Gamla bíó eru:
14. nóvember: Eiður Smári Guðjohnsen
21. nóvember: Jón Gnarr
28. nóvember: Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir
5. desember: Helgi Seljan

- Auglýsing -

Athugasemdir

Lestu meira