Ástardúett Góa og Ingibjargar

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Hjónin Guðjón Karlsson (Gói), leikari í Þjóðleikhúsinu, og Ingibjörg Ýr Óskarsdóttir, ljósmóðir á Landsspítalanum, eru á meðal þeirra sem syngja og spila heima til að stytta sér stundir í samkomubanninu.

 

„Það skoraði enginn á ljósmóðurina og leikarann en hér kemur samt Ástardúett. Allt í einu er tími fyrir allskonar. Farið vel með ykkur. Við komumst í gegnum þetta saman,“ skrifar Gói á Facebook þar sem hann birtir myndband af þeim hjónum að syngja saman og Gói leikur undir á píanó.

Lagið er Ástardúett Stuðmanna, sem kom út árið 1989 á plötunni með Allt á hreinu. Í meðförum hjónanna verður lagið undurljúf ábreiða.

- Auglýsing -

Athugasemdir

Lestu meira

Lilja Ósk nýr formaður SÍK

Lilja Ósk Snorradóttir, framkvæmdastjóri og meðeigandi kvikmyndaframleiðslufyrirtækisins Pegasus var á fimmtudag kjörin formaður stjórnar Sambands íslenskra kvikmyndaframleiðenda,...

Bassafanturinn genginn út

Þröstur Jónsson, fyrrum bassaleikari pönkrokksveitarinnar Mínus, og Martina Klara, eru nýtt par.Parið skráði sig í samband í...