Ástralskur kisi einu lífi fátækari eftir blund í þvottavélinni

Deila

- Auglýsing -

Forvitnin drap köttinn segir máltækið, en það á ekki við í tilviki Oscars, sem er köttur af burmategund, en hann skaut eiganda sínum skelk í bringu fyrir nokkru.

 

Að sögn Amöndu Meredith, eiganda Oscars, hafði hann skriðið inn í tóma þvottavélina, greinilega til að taka smá blund. Blundurinn varð þó allt annað en vær, því Angelo, eiginmaður Meredith, varð ekkert var við köttinn þegar hann skutlaði óhreinum þvotti inn í vélina og stillti á prógramm með háu hitastigi.

Meredith áttaði sig fljótlega á klemmu kisa, þegar hún heyrði hann mjálma ámátlega stuttu eftir að vélin byrjaði að þvo.

„Greyið hann var með loppurnar á glerinu og horfði á mig, meðan tromlan snerist,“ segir Meredith í viðtali við ABC

News. „Þetta var skelfilegt.“

Oscar við þvottavélina

Meredith þurfti að bíða í tvær mínútur eftir að vélin tappaði af sér og hurðin opnaðist. Þau hjónin ruku með Oscar til dýralæknis, en þar kom í ljós að Oscar var aðeins með nokkrar rispur og skrámur, en engin veruleg meiðsli, aðeins „einstaklega mjúkur.“ Oscar var undir eftirliti í sólarhring þar til hann var útskrifaður, einu lífi fátækari.

Oscar var þó greinilega drauðþreyttur eftir lífsreynsluna því hann svaf í sjö sólarhringa, en er núna aftur kominn á fjóra fætur og til í næstu ævintýri, þó líklega láti hann þvottinn eiga sig hér eftir.

- Advertisement -

Athugasemdir