• Orðrómur

Ástrós og Davíð eignast son: „Hlökkum til að kynnast honum“

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Ástrós Rut Sig­urðardótt­ir og Davíð Örn Hjartarson eignuðust son á fimmtudag. Sonurinn er þeirra fyrsta barn saman, en Davíð á son úr fyrra sambandi og Ástrós á dóttur úr fyrra sambandi.

Sjá einnig: Ástrós og Davíð eiga von á barni: „Erum öll að springa úr ást og tilhlökkun“

„Fal­legi dreng­ur­inn okk­ar Davíðs kom í heim­inn í gær, 15. apríl, kl. 18:05. Fæðing­in tók ansi lang­an tíma en allt heppnaðist vel að lok­um og kom vær og góður 17 marka og 52 cm dreng­ur í heim­inn,“ skrifar Ástrós Rut á In­sta­gram. „Við erum ást­fang­in upp fyr­ir haus af þess­um dá­sam­lega prins og hlökk­um til að kynn­ast hon­um.“

- Auglýsing -

Ástrós Rut missti eig­in­mann sinn, Bjarka Má Sig­valda­son, 2019 eft­ir erfiða baráttu við krabba­mein í sjö ár. Hjónin ræddu veikindin við fjölmiðla og var Ástrós Rut meðal annars í forsíðuviðtali Vikunnar í september árið 2016. Hún var einnig formaður Krafts, Stuðn­ings­fé­lags ungs fólks með krabb­a­mein og að­stand­end­ur þeirr­a, um tíma.

Ástrós Rut talaði opinskátt um það eftir andlát Bjarka Más hvernig væri að vera ung ekkja og einstæð móðir. Eftir að hún fann ástina að nýju talaði hún jafnframt opinskátt um nýja sambandið, barnið sem von var á og viðbrögð við því að fara í nýtt samband stuttu eftir andlát Bjarka Más. Sagði hún alla samgleðjast henni og Davíð, en hún hafi óttast að vera dæmd.

„Svo þegar þetta er komið út og ég tilkynni að ég sé komin í samband þá að sjálfsögðu fékk ég ekkert nema góð viðbrögð,“ sagði Ástrós í viðtali við Einkalífið á Vísi.

- Auglýsing -

Séð og Heyrt óskar fjölskyldunni til hamingju með drenginn.

Deila

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 
- Auglýsing -

Orðrómur

Helgarviðtalið

Lestu meira

Spánverjar kunna að njóta lífsins

Snæfríður Ingadóttir, blaðamaður og ferðabókahöfundur, hefur iðulega leyft ævintýraþránni að ráða þegar kemur að ferðalögum og búsetuskiptum....

Gríma og Skúli eiga von á öðru barni

Gríma Björg Thor­ar­en­sen, inn­an­húss­hönnuður, og Skúli Mo­gensen, fyrr­ver­andi for­stjóri WOW Air, eiga von á barni í september.„Litli...

Nýtt í dag

Í fréttum er þetta helst...

Mest lesið í vikunni

- Auglýsing -