2019 | Birtingur útgáfufélag ehf | k.t. 620867-0129 | VSK.nr 11788 | Síðumúla 28 | Allur réttur áskilinn. Notkun á efni miðilsins er óheimil án samþykkis.

  Athafnasömu steingeiturnar Hannes og Simmi

  Stjörnuspekingar segja að stjörnumerki og afmælisdagur ráði miklu um persónuleika og eiginleika einstaklings. Sumir lifa algjörlega eftir þeim fræðum, aðrir telja þetta rugl og þriðji hópurinn skoðar fræðin til gamans. Þessir þekktu einstaklingar deila afmælisdegi en ætli þeir deili líka skapgerð og starfsferli?

   

  Athafnasama Steingeitin:
  Hannes Steindórsson (42), fasteignasali og eigandi Lindar fasteignasölu, og Sigmar Vilhjálmsson (43), athafnamaður og eigandi Barion, eiga afmæli 3. janúar og eru því í merki Steingeitarinnar. Einkenni Steingeitarinnar er vinnusemi, trygglyndi, ábyrgð og samvera með fjölskyldunni. Strákarnir eru með eindæmum athafnasamir og virtir í sínum bransa. Þeir eru líka athafnasamir í einkalífinu, stunda íþróttir af kappi og eru vinamargir. Það er talið Steingeitinni til galla að hún er þrjósk og vinnufíkill og því er lag að muna eftir að taka sér frí af og til. Mistök eru ekki til í orðaforða afmælisbarna 3. janúar og sagt er að þau hafi mikla hæfileika til að afla fjár.

  Hannes

  Sigmar

  AUGLÝSING


   

  Lestu meira

  Annað áhugavert efni

  Nýjast á Mannlíf.is

  Nýjast á Gestgjafanum