Atli Örvarsson gefur út breiðskífuna You Are Here

Deila

- Auglýsing -

Atli Örvarsson kvikmyndatónskáld gefur í dag út breiðskífuna You Are Here, en platan fyrsta sólóplata Atla.

 

Eftir að hafa unnið og búið í Los Angeles í sautján ár þá flutti Atli aftur heim með fjölskyldu sinni og settist að í heimabæ sínum Akureyri. Frá hljóðveri sínu er Atli með útsýni yfir Eyjafjörðinn með sinni stórkostlegu náttúru. Þar sækir hann innblástur í tónlistina, en tíminn, staðir og sambönd eru allt viðfangsefni í tónsmíðum hans sem má skynja í gegnum hljómmikinn strengjaleik og píanóspil.

Platan You Are Here

Heimkoman vakti með Atla sterka löngun til að skapa You Are Here.

Fyrsta lagið af plötunni sem Atli samdi var Flying sem varð til þegar vinur og samferðafélagi hans, Jóhann Jóhannsson, varð bráðkvaddur árið 2018. Þetta var í febrúar og snjóflyksur flögruðu fyrir utan gluggann á hljóðverinu á meðan. Hófstilltur píanóleikurinn og ljúflega þandir strengir koma saman og hylla minningu Jóhanns.

Fyrsta lag plötunnar, Húm pt. 1, leiðir hlustendann mjúklega inn í hljóðheim Atla. Með Húm pt. 2 þenst sá heimur út með taktföstu stefi og strengjaplokki. Þegar Dropar var í smíðum þá lamdi rigningin rúðurnar sem varð innblásturinn fyrir áferðarmikið píanóspilið og loftkennda sellóið í laginu.

You Are Here fangar einnig stórbrotið samstarf Atla og Sinfonia Nord, sem er afsprengi Sinfóníuhljómsveitar Norðurlands. Aðrir samstarfsaðilar Atla á plötunni eru Gyða Valtýsdóttir sem spilar á selló í Dropar og Viktor Orri Árnason sem spilar á fiðlu í laginu Solid Ground.

Lagalisti You Are Here:

1.Húm pt. I (ásamt. Sinfonia Nord)
2.Húm pt. 2 (ásamt. Sinfonia Nord)
3.Dropar (ásamt. Gyða Valtýsdóttir)
4.Breathing
5.Vor
6.Flying
7.Beachwood
8.Solid Ground (ásamt. Viktor Orri Árnason)

- Advertisement -

Athugasemdir