• Orðrómur

Atli Þór ráðinn framkvæmdastjóri Íslandsdeildar Transparency International

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Atli Þór Fanndal, ráðgjafi og fyrrverandi blaðamaður, hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Íslandsdeildar Transparency International, í hlutastarfi. Kemur þetta fram í tilkynningu.

Samtökin Transparency International voru stofnuð árið 1992 og hafa um langa hríð verið ein stærstu alþjóðlegu samtökin sem vinna að heilindum í stjórnsýslu og viðskiptalífi og berjast fyrir lagalegum úrræðum og vitundarvakningu til að draga úr spillingu.

Atli Þór tekur við framkvæmdastjórastarfinu af Árna Múla Jónassyni.Íslandsdeild vill þakka Árna fyrir ómetanlegt framlag til uppbyggingar Íslandsdeildar Transparency Iceland á undanförnum mánuðum. Árni er framkvæmdastjóri Landssamtakanna Þroskahjálpar og starfinu hjá TI hefur Árni sinnt meðfram störfum fyrir Þroskahjálp. Aukin verkefni og umsvif
Íslandsdeildar kalla eftir hærra starfshlutfalli framkvæmdastjóra. Árni Múli starfar áfram hjá Íslandsdeild sem lögmaður Transparency.

- Auglýsing -

Atli Þór Fanndal hefur víðtæka reynslu af fréttamennsku, verkefnastjórnun og ráðgjöf er varðar stefnumótun og stjórnmál. Atli hefur undanfarið leitt uppbyggingu Geimvísinda- og tækniskrifstofunnar, Space Iceland meðfram pólitískum ráðgjafastörfum erlendis. Hann starfaði áður sem blaðamaður meðal annars á DV, Reykjavík vikublaði og Kvennablaðinu auk BBC, The Telegraph, CBC og Der Freitag svo dæmi séu nefnd. Atli starfaði um tíma á skrifstofu Annette Brooke, þingkonu Mið-Dorset og Norður Poole og síðar við pólitíska ráðgjöf hjá Pírötum vegna sveitastjórnarkosninga 2018. Atli leiðir uppbyggingu Space Iceland og mun áfram starfa þar meðfram störfum fyrir Íslandsdeild.

Veistu meira um málið?

Deila

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 
- Auglýsing -

Orðrómur

Helgarviðtalið

Lestu meira

Sigurjón og skyr slá í gegn í nýrri herferð

Sigurjón Kjartansson framleiðandi með meiru fer með aðalhlutverkið í nýrri auglýsingu bandaríska skyrframleiðandans Icelandic Provisions. Aug­lýs­ing­in er...

Nýtt í dag

Í fréttum er þetta helst...

Mest lesið í vikunni

- Auglýsing -