Áttundi söngleikurinn saminn í sólinni

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Tónlistarmaðurinn Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson hefur dvalið við strendur Afríku yfir hátíðarnar. Þorvaldur er ekki einungis að njóta veðurblíðunnar því hann notar tímann til að semja draugasöngleikinn REIMT.

 

Söngleikurinn er sá áttundi sem Þorvaldur semur en hinir eru Ávaxtakarfan, Gosi, Benedikt Búálfur, Hafið Bláa, Ástin er disco lífið er pönk, Gulleyjan og Gallsteinar afa Gissa. Sem svo oft áður er það Karl Ágúst Úlfsson sem vinnur að söngleiknum með honum.

„Það er fínt að semja undir berum himni ef engin er truflunin eins og hér við bakkann og svo koma bestu lausnirnar á gönguferðum,“ segir Þorvaldur Bjarni sem segir draugasöngleikinn á lokametrunum. „Í forennisblöðunum allavega.“

 

- Auglýsing -

Athugasemdir

Lestu meira