• Orðrómur

Auddi Blö fagnar fertugsafmæli – Myndir

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Auðunn Blöndal fjölmiðlamaður hélt í gær upp á fertugsafmæli sitt og fór veislan fram í Björtuloftum í Hörpu.

 

„Fögnum 40 árum í kvöld! Hvað er skemmtilegra en að djamma með öllum sem þú dýrkar og þau eru að fagna þér?!?! Haldið ALLTAF upp á afmælið ykkar,“ segir Auddi á Instagram, en hann á þó ekki afmæli fyrr en á miðvikudag, 8. júlí.

- Auglýsing -

Fjöldi vina Audda mætti og fagnaði með honum og gestalistinn góður:

Parið Ásgeir Kolbeinsson, fjölmiðlamaður, og Hera Gísladóttir, sem reka veitingastaðinn Punk Rvk, Jóhannes Ásbjörnsson, einn eigenda Gleðipinna, Sverrir Þór Sverrisson (Sveppi), Steinþór Hróar Steinþórsson (Steindi jr), Halldór Halldórsson (Dóri DNA), Júlíus Sigurjónsson (Júlladiskó), Ríkharð Óskar Guðnason (Rikki G), dagskrárstjóri FM957, körfuboltaparið Pálína María Gunnlaugsdóttir og Kjartan Atli Kjartansson, fjölmiðlamaður, Hjörvar Hafliðason (Dr. Football, Logi Bergmann, og fótboltakapparnir Eiður Guðjohnsen og Rúrik Gíslason, voru á meðal gesta.

View this post on Instagram

My boy blue 40th bday #auddi40

A post shared by Eidur Gudjohnsen (@eidurgudjohnsen) on

- Auglýsing -

- Auglýsing -

Egill Einarsson (Gilzenegger og DJ Muscleboy), einkaþjálfari, tónlistarmaður og fjölmiðlamaður, gerir góðlátlegt grín að vini sínum:

„Sköllóttasti vinur minn heldur upp á afmælið sitt í kvöld! Hann byrjaði að plana þetta afmæli fyrir 3 árum síðan sem er auðvitað fárveikt, en eins og þjóðin veit þá er hann frá Sauðárkróki. Skál Blondeal!“

Ragga Gísla, Sverrir Bergmann, Herra Hnetu­smjör, Aron Can, Ingó veður­guð, Frikki Dór, Jón Jónsson og Páll Óskar sungu í veislunni. Auddi tók síðan sjálfur lagið með Sverri, Án þín, Bon Jovi lag þeirra félaga.

Myndir má finna á samfélagsmiðlum undir myllumerkinu #auddi40

Veistu meira um málið?

Deila

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 
- Auglýsing -

Orðrómur

Helgarviðtalið

Lestu meira

Eiður Smári kominn í tímabundið leyfi: „Ábyrgðin liggur hjá mér“

Eiður Smári Guðjohnsen, aðstoðarþjálf­ari ís­lenska karla­landsliðsins í knatt­spyrnu, er kom­inn í tíma­bundið leyfi. Knatt­spyrnu­sam­band Íslands, KSÍ, greinir...

Nýtt í dag

Í fréttum er þetta helst...

Mest lesið í vikunni

- Auglýsing -