• Orðrómur

BAFTA slær sögulegt met: Aldrei fleiri konur tilnefndar fyrir bestu leikstjórn

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Shannon Murphy (Babyteeth), Chloe Zhao (Nomadland), Jasmine Zbanic (Quo Vadis, Aida?’) og Sarah Gavron (Rocks) eru tilnefndar fyrir bestu leikstjórn á BAFTA, bresku kvikmyndaverðlaununum, sem haldin verða í 74. sinn þann 11. apríl í Royal Albert Hall í London, Englandi.

Er þetta í fyrsta sinn í sögu BAFTA sem svo margar konur eru tilnefndar fyrir bestu leikstjórn, og hefðu tvær dugað til að slá metið. Í ár lýkur einnig nærri áratugs þurrkatíð þar sem einungis karlleikstjórar hafa fengið tilnefningu fyrir bestu leikstjórn. Kathryn Bigelow var tilnefnd 2012 fyrir Zero Dark Thirty, og hún er jafnframt eina konan sem unnið hefur í flokknum, fyrir The Hurt Locker 2009.

Ásamt stöllunum fjórum eru Thomas Winterberg (Another Round/Druk) og Lee Isacc Chung (Minari) tilnefndir í ár, en tilnefningar voru birtar í dag.

- Auglýsing -

Nomadland og Rocks fá flestar tilnefningar, eða sjö hvor. The Father, Mank, Minari og Promising Young Woman fá sex tilnefningar hver.

Reglur BAFTA hafa farið í gegnum sjö mánaða yfirlegu og breytingar með áherslu á að auka fjölbreytileika, en tilnefningar í fyrra voru harðlega gagnrýndar, meðal annars vegna skorts á tilnefningum kvenna fyrir bestu leikstjórn. Á meðal helstu breytinga er að langi listinn yfir leikstjóra skal framvegis innihalds 20 titla sem skiptast að jöfnu milli karla og kvenna. Á langa listann rötuðu átta myndir kvenna og átta myndir karla sem fengu flest stig, og kosið var um tvær myndir kvenna og tvær mynda karla af þeim næstu tíu í röðinni. Endanlegur listi yfir tilnefningar var síðan aukinn í sex úr fimm.

Samkvæmt breskum miðlum marka tilnefningar í ár einnig mesta fjölbreytileikann í sögu BAFTA og vonandi eitthvað sem komið er til að vera. Auk þess hafa aldrei verið eins margar myndir tilnefndar og eru í ár, 50 talsins, í fyrra voru þær 39.

- Auglýsing -

Athygli vekur að margir eru tilnefndir í fyrsta sinn, eða 21 af 24. Í flokki bestu leikstjóra eru þrír að fá sína fyrstu tilnefningu.

Í fyrra voru aðeins hvítir leikarar tilnefndir sem var harðlega gagnrýnt og gekk myllumerkið #BAFTAsSoWhite um í kjölfarið. Í ár bregst breska akademían við með því að að tilnefna 16 leikara sem tilheyra öðrum þjóðarbrotum. Að sama skapi vantar marga leikara sem ætla mátti að fengju tilnefningu, eins og Viola Davis, Carey Mulligan, Amanda Seyfried, Sacha Baron Cohen, Olivia Colman, Glenn Close og Gary Oldman.

BAFTA verðlaunin

- Auglýsing -

Tilnefningar eru eftirfarandi:

Besta kvikmynd

 • The Father
 • The Mauritanian
 • Nomadland
 • Promising Young Woman
 • The Trial of the Chicago 7

Besta breska kvikmynd

 • Calm With Horses
 • The Dig
 • The Father
 • His House
 • Limbo
 • The Mauritanian
 • Mogul Mowgli
 • Promising Young Woman
 • Rocks
 • Saint Maud

Besta leikkona

 • Bukky Bakray – Rocks
 • Radha Blank – The Forty-Year-Old Version
 • Vanessa Kirby – Pieces of a Woman
 • Frances McDormand – Nomadland
 • Wunmi Mosaku – His House
 • Alfre Woodard – Clemency

Besti leikari

 • Riz Ahmed – Sound of Metal
 • Chadwick Boseman – Ma Rainey’s Black Bottom
 • Adarsh Gourav – The White Tiger
 • Sir Anthony Hopkins – The Father
 • Mads Mikkelsen – Another Round
 • Tahar Rahim – The Mauritanian

Besta leikkona í aukahlutverki

 • Niamh Algar – Calm With Horses
 • Kosar Ali – Rocks
 • Maria Bakalova – Borat Subsequent Moviefilm
 • Dominique Fishback – Judas and the Black Messiah
 • Ashley Madekwe – County Lines
 • Yuh-Jung Youn – Minari

Besti leikari í aukahlutverki

 • Daniel Kaluuya – Judas and the Black Messiah
 • Barry Keoghan – Calm With Horses
 • Alan Kim – Minari
 • Leslie Odom Jr – One Night In Miami…
 • Clarke Peters – Da 5 Bloods
 • Paul Raci – Sound of Metal

Besti leikstjóri

 • Another Round – Thomas Vinterberg
 • Babyteeth – Shannon Murphy
 • Minari – Lee Isaac Chung
 • Nomadland – Chloé Zhao
 • Quo Vadis, Aida? – Jasmila Žbanić
 • Rocks – Sarah Gavron

EE Rísandi stjarna (val almennings)

 • Kingsley Ben-Adir
 • Morfydd Clark
 • Bukky Bakray
 • Ṣọpẹ́ Dìrísù
 • Conrad Khan

Framúrskarandi frumraun bresks handritshöfundar, leikstjóra eða framleiðanda

 • His House – Remi Weekes (writer/director)
 • Limbo – Ben Sharrock (writer/director), Irune Gurtubai (producer)
 • Moffie – Jack Sidey (writer/producer)
 • Rocks – Theresa Ikoko, Claire Wilson (writers)
 • Saint Maud – Rose Glass (writer/director), Oliver Kassman (producer)

Besta erlenda mynd

 • Another Round
 • Dear Comrades!
 • Les Misérables
 • Minari
 • Quo Vadis, Aida?

Besta heimildarmynd

 • Collective
 • David Attenborough: A Life on Our Planet
 • The Dissident
 • My Octopus Teacher
 • The Social Dilemma

Besta teiknimynd

 • Onward
 • Soul
 • Wolfwalkers

Besta handrit

 • Another Round – Tobias Lindholm, Thomas Vinterberg
 • Mank – Jack Fincher
 • Promising Young Woman – Emerald Fennell
 • Rocks – Theresa Ikoko, Claire Wilson
 • The Trial of the Chicago 7 – Aaron Sorkin

Besta handrit byggt á áður útgefnu efni

 • The Dig – Moira Buffini
 • The Father – Christopher Hampton, Florian Zeller
 • The Mauritanian – Rory Haines, Sohrab Noshirvani, MB Traven
 • Nomadland – Chloé Zhao
 • The White Tiger – Ramin Bahrani

Besta tónlist

 • Mank – Trent Reznor, Atticus Ross
 • Minari – Emile Mosseri
 • News of the World – James Newton Howard
 • Promising Young Woman – Anthony Willis
 • Soul – Jon Batiste, Trent Reznor, Atticus Ross

Kvikmyndataka

 • Judas and the Black Messiah – Sean Bobbitt
 • Mank – Erik Messerschmidt
 • The Mauritanian – Alwin H Küchler
 • News of the World – Dariusz Wolski
 • Nomadland – Joshua James Richards

Búningahönnun

 • Ammonite – Michael O’Connor
 • The Dig – Alice Babidge
 • Emma – Alexandra Byrne
 • Ma Rainey’s Black Bottom – Ann Roth
 • Mank – Trish Summerville

Klipping

 • The Father – Yorgos Lamprinos
 • Nomadland – Chloé Zhao
 • Promising Young Woman – Frédéric Thoraval
 • Sound of Metal – Mikkel EG Nielsen
 • The Trial of the Chicago 7 – Alan Baumgarten

Framleiðsluhönnun

 • The Dig – Maria Djurkovic, Tatiana Macdonald
 • The Father – Peter Francis, Cathy Featherstone
 • Mank – Donald Graham Burt, Jan Pascale
 • News of the World – David Crank, Elizabeth Keenan
 • Rebecca – Sarah Greenwood, Katie Spencer

Förðun og hár

 • The Dig – Jenny Shircore
 • Hillbilly Elegy – Patricia Dehaney, Eryn Krueger Mekash, Matthew Mungle
 • Ma Rainey’s Black Bottom – Matiki Anoff, Larry M Cherry, Sergio Lopez-Rivera, Mia Neal
 • Mank – Kimberley Spiteri, Gigi Williams
 • Pinocchio – Mark Coulier

Besta hljóð

 • Greyhound – nominees TBC
 • News of the World – Michael Fentum, William Miller, Mike Prestwood Smith, John Pritchett, Oliver Tarney
 • Nomadland – Sergio Diaz, Zach Seivers, M Wolf Snyder
 • Soul – Coya Elliott, Ren Klyce, David Parker
 • Sound of Metal – Jamie Baksht, Nicolas Becker, Phillip Bladh, Carlos Cortes, Michelle Couttolenc

Bestu sjónrænu brellur

 • Greyhound – Pete Bebb, Nathan McGuinness, Sebastian von Overheidt
 • The Midnight Sky – Matt Kasmir, Chris Lawrence, David Watkins
 • Mulan – Sean Faden, Steve Ingram, Anders Langlands, Seth Maury
 • The One and Only Ivan – Santiago Colomo Martinez, Nick Davis, Greg Fisher
 • Tenet – Scott Fisher, Andrew Jackson, Andrew Lockley

Besta leikaraval

 • Calm With Horses – Shaheen Baig
 • Judas and the Black Messiah – Alexa L Fogel
 • Minari – Julia Kim
 • Promising Young Woman – Lindsay Graham Ahanonu, Mary Vernieu
 • Rocks – Lucy Pardee

Bresk stuttmynd

 • Eyelash
 • Lizard
 • Lucky Break
 • Miss Curvy
 • The Present

Bresk stutt teiknimynd

 • The Fire Next Time
 • The Owl and the Pussycat
 • The Song of A Lost Boy

Veistu meira um málið?

Deila

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 
- Auglýsing -

Orðrómur

Helgarviðtalið

Lestu meira

Nýtt í dag

Í fréttum er þetta helst...

Mest lesið í vikunni

- Auglýsing -