• Orðrómur

Bannað að mæta rafrænt á Óskarinn

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Stærsta hátíð kvikmyndaheimsins sjálf Óskarsverðlaunin fara fram 25. apríl. Hátíðin fer vanalega fram mun fyrr ár hvert, í fyrra var hún haldin 10. febrúar, en í ár var henni seinkað verulega sökum kórónuveirufaraldursins. Þrátt fyrir að COVID-19 sé enn til staðar ætla skipuleggjendur að halda sig við dagsetninguna og halda hátíðina að viðstöddum gestum, þó að hátíðin verði minni að sniðum en venjulega. Einn liður í því er að gestum verður ekki gefinn kostur á að vera með í gegnum fjarfundarbúnað, líkt og var á Golden Globes verðlaunahátíðinni og fleirum.

Allir þeir sem tilnefndir eru í ár hafa fengið bréf þar sem kemur fram að ef þeir mæti ekki sjálfir muni skipuleggjendur taka við verðlaununum fyrir hönd verðlaunahafa. „Við vilj­um láta þau vita sem ekki mæta sjálf á hátíðina, vegna tíma­setn­ing­ar eða ferðatak­mark­ana, að það kem­ur ekki til greina að vera á Zoom á verðlauna­hátíðinni,“ segir í bréfinu. Einnig kemur fram að fyllsta öryggis og sóttvarnarráðstafana verði gætt á Óskarnum.

Deila

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 
- Auglýsing -

Orðrómur

Helgarviðtalið

Lestu meira

Nýtt í dag

Í fréttum er þetta helst...

Mest lesið í vikunni

- Auglýsing -