Bergljót í mörgum hlutverkum um helgina

Deila

- Auglýsing -

Bergljót Arnalds bregður sér í ýmis hlutverk um helgina. Á sunnudeginum syngur hún einsöng  með kirkjukór Hraungerðis og Villingaholtssókna. Þar er á dagskrá lögin Ó helga nótt og Óskin um gleðileg jól.

 

En á föstudags- og laugardagskvöldinu bregður hún sér í hlutverk stúlkunnar sem suðar í jólasveininum um sífellt stærri gjafir, bíl, óútfyllta tékka og snekkju. Þar skellir hún sér í jólasveinkukjól og syngur í Gamla bíói sem sérstakur gestasöngvari í Las Vegas Christmas Show.

Í hljómsveitinni eru engir aðrir en hinn heimsþekkti Don Randi sem hefur starfað með stórstjörnum í USA og þar má nefna Frank Sinatra og Barböru Streisand. Bigband hans hefur spilað um allan heim í áratugi. Þórir Baldursson er hljómsveitarstjóri en hann vann á sínum tíma með engum öðrum en Elton John. Þá tekur Kristján Jóhannsson lagið áður en Bergljót stígur á svið. Uppselt er á alla tónleikana í Gamla bíói en kirkjan er öllum opin og aðgangur ókeypis á aðventusöngstundina á sunnudagskvöldinu.

Bergljót Arnalds
Mynd / Bonni

„Það verður í nógu að snúast“ segir Bergljót í jólaskapi. „Allt einvala lið í kringum mann. Ekkert annað en yndislegt svona þegar jólin nálgast.“

Bergljót Arnalds
Mynd / Bonni

 

- Advertisement -

Athugasemdir