2019 | Birtingur útgáfufélag ehf | k.t. 620867-0129 | VSK.nr 11788 | Síðumúla 28 | Allur réttur áskilinn. Notkun á efni miðilsins er óheimil án samþykkis.

  Bergmál í tuttugu og fimm kvikmyndahúsum í Hollandi

  Nýlega var gengið frá því að kvikmyndinni Bergmál eftir Rúnar Rúnarsson yrði dreift í almennar sýningar í tuttugu og fimm kvikmyndahúsum í Hollandi og geta þarlendir kvikmyndahúsagestir borið Bergmál augum frá og með 12. desember.

   

  Holland er tíundi dreifingarsamingurinn sem gengið hefur verið frá og samningaviðræður við fleiri svæði standa yfir. Franska dreifingarfyrirtækið Jour2féte sér um alheimsdreifingu Bergmáls sem verður frumsýnd á vegum Senu 20. nóvember.

  Rúnar Rúnarsson leikstjóri og Joop Verdenius frá hollenska dreifingarfyrirtækjinu Filmfreak, við hollenska veggspjaldið af Bergmáli.

  Bergmál hefur verið að ferðast á milli kvikmyndahátíða síðan í haust þegar myndin var heimsfrumsýnd í aðalkeppni alþjóðlegu kvikmyndahátíðarinnar í Locarno í Sviss og hlaut þar aðalverðlaun dómnefndar unga fólksins. Nokkru seinna fékk Bergmál verðlaun fyrir bestu leikstjórn á Seminci, alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Valladolid á Spáni og síðan verðlaun Lúthersku kirkjunnar í Lubeck í Þýskalandi.

  AUGLÝSING


  Bergmál hefur fengið mikla athygli fyrir óvenjulega nálgun í frásögn. Í gegnum fimmtíu og átta sjálfstæðar senur, dregur Bergmál fram húmor, sorg og fegurð í nútíma samfélagi í aðdraganda jóla.

  Á meðan Ísland er í óða önn að gera sig tilbúið fyrir hátíðarnar, er einkennilegt andrúmsloft að falla yfir landið og fólk finnur bæði fyrir spennu og áhyggjum. Eyðibýli stendur í ljósum logum í sveitinni, í grunnskóla eru krakkar að leika í jólasöngleik, í sláturhúsi dangla nautaskankar, í miðju safni stendur kona og rífst í símann, ungur strákur fær ömmu sína til að prófa nýju sýndarveruleika gleraugun sín.

  Mynd / Skjáskot Bergmál

   

  Lestu meira

  Annað áhugavert efni

  Nýjast á Mannlíf.is

  Nýjast á Gestgjafanum