Bergmál verðlaunuð á Spáni

Deila

- Auglýsing -

Um síðustu helgi lauk Seminci, alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Valladolid á Spáni, sem er ein stærsta hátíðin á Spáni.

 

Hátíð var haldin í sextugasta og fjórða sinn í ár. Að vanda var verðlaunaafhendingunni varpað beint út í ríkissjónvarpi Spánar enda safnast saman margar af stjörnum landsins að þessu tilefni.

Rúnar Rúnarsson hlaut verðlaun sem besti leikstjóri aðalkeppninnar fyrir kvikmyndina Bergmál.

Spænskir gagnrýnendur hafa farið einkar fögrum orðum um Bergmál á undanförnum dögum og hefur myndin verið kölluð húmanísk kvikmynd sem sé listrænt djörf, þar sem fegurð, húmor og sorg fari saman. Bergmál samanstendur af fimmtíu og átta ótengdum senum sem rýna í íslenskan samtíma í aðdraganda jóla.

Bergmál var heimsfrumsýnd í haust í aðalkeppni alþjóðlegu kvikmyndahátíðarinnar í Locarno í Sviss og hlot þar aðalverðlaun dómnefndar unga fólksins.

Sena sér um dreifingu á Íslandi og fer Bergmál í almennar sýningar hér á landi 20. nóvember.

- Advertisement -

Athugasemdir