2019 | Birtingur útgáfufélag ehf | k.t. 620867-0129 | VSK.nr 11788 | Síðumúla 28 | Allur réttur áskilinn. Notkun á efni miðilsins er óheimil án samþykkis.

  Birgir Steinn gefur út sína fyrstu plötu

  Birgir Steinn Stefánsson tónlistarmaður gaf í gær út sína fyrstu plötu, Untold Stories. Á henni er að finna samansafn þegar útgefinna laga Birgis Steins, auk nýrra laga. Í lögunum fer Birgir Steinn yfir persónulegar sögur og lífsreynslu, en platan hefur verið í smíðum frá árslokum 2018.

   

  Birgir er eins og flestir vita sonur Stefáns Hilmarssonar, eins ástsælasta söngvara þjóðarinnar, og Önnu Bjarkar Birgisdóttur. Birgir hefur fyrir löngu sýnt að sjaldan fellur eplið langt frá eikinni. Feðgarnir voru í forsíðuviðtali Mannlífs í fyrra.

  Sjá einnig: „Vissi ekki að pabbi væri frægur“

  Fyrsta lag hans, Falling, kom út árið 2016. Ári síðar kom lagið, Can You Feel It, út, sem er mest streymda lag íslendings á Spotify, en nærri 20 milljón spilanir eru á því.

  AUGLÝSING


  „Þakklátur öllum þeim sem hjálpuðu við gerð plötunnar og allir sem senda mér skilaboð og peppa mig áfram, án ykkar væri þetta ekki eins gaman. Sólin skín og vonandi eru allir nokkuð brattir. Ást og friður,“ segir Birgir í færslu á Facebook.

  Untold Stories var tekin upp af Arnari Guðjónssyni í Aeronaut Studios. Andri Þór Jónsson er meðhöfundur Birgis í flestum lögum plötunnar, en hann er annar helmingur Septelmber poppdúósins.

  Ásamt Birgi á plötunni er Hrafnhildur Magnea (RAVEN) í laginu Incomplete. Sérstakar þakkir fyrir hljóðfæraleik fá Berur Einar, Kristinn Snær, Elísabet Ormslev, Stefanía Svavars, Arnar Guðjónsson og Andri Þór Jónsson.

  Untold Stories er aðgengileg á öllum streymisveitum.

  Lestu meira

  Annað áhugavert efni

  Nýjast á Mannlíf.is

  Nýjast á Gestgjafanum