Birgitta Líf flutt í penthouse í Skuggahverfinu: Svona lítur glæsihýsi World class erfingjans út

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Björn Leifsson og Hafdís Jónsdóttir, eigendur World Class, keyptu nýverið 180 fermetra glæsilega lúxus penthouse íbúð í Skuggahverfi. Þurftu þau að punga út um 150 milljónum króna. Samkvæmt heimildum Mannlífs býr dóttir þeirra hjóna, áhrifavaldurinn og markaðsstjóri World Class, Birgitta Líf í íbúðinni. Birgitta mun hafa fengið íbúðina til búsetu. Hún þarf líka einhver staðar höfði sínu að halla eftir að hún seldi 105 fermetra lúxusíbúð í Skuggahverfinu á síðasta ári. Kaupverð þeirrar íbúðar var 63 milljónir og greiddi Birgitta þá upphæð út í hönd og var hún ein eigandi íbúðarinnar. Hún seldi þá íbúð síðan á 67 milljóni króna.

Útsýnið verður nú ekki fallegra

Birgitta Líf byrjaði strax ung að láta að sér kveða í viðskiptalífinu. Hún er lögfræðimenntuð og starfaði sem framkvæmdastjóri fegurðarsamkeppninnar Ungfrú Ísland. Þá sá hún um markaðssetningu á samfélagsmiðlum fyrir fjölskyldufyrirtækið World Class. Í úttekt DV sagði að Birgitta Líf væri afar vinsæl á samfélagsmiðlunum Instagram og Snapchat þar sem hún fjallar um hreyfingu og heilsu. Þá sagði einnig í annarri umfjöllun DV að Birgitta sé þekkt fyrir smekklegheit og hún gangi yfirleitt með handtöskur frá tískuhúsum á borð við Chanel, Balenciaga og Yves Saint Laurent. Slíkar töskur kosta á bilinu 200 þúsund upp í 900 þúsund krónur.

Í dag er Birgitta skráð til heimilis í hinni nýju lúxus penthouse íbúð að Vatnsstíg 14. Íbúðin er stórglæsileg og útsýnið út á Faxaflóa ekkert slor. Í lýsingu á eigninni kemur fram að Birgitta Líf hefur alla hæðina út af fyrir sig. Þá gengur lyfta beint upp í þakíbúðina.

Þar eru einnig glæsilegar 72 fermetra þaksvalir og er útsýnið einstakt. Í lýsingu segir:

„Mjög mikil lofthæð í borðstofu. Eignin er einstaklega björt með miklum  og nánast gólfsíðum gluggum þannig að frábært útsýnið og samspilið við þakgarðinn myndar skemmtilega heild.“

Útsýnið er magnað!

Ef við myndum nú gera okkur ferð í lúxusinn að Vatnsstíg 14 myndum við taka lyftu upp í íbúðina. Um leið og við myndum stíga út úr lyftunni þá væri björt bókastofa á hægri hönd. Þaðan væri síðan hægt að ganga út á svalir og ef það væri sá tími dags, mætti sjá sólina setjast í flóann. Þá er útsýnið yfir miðborgina fagurt. Í lýsingu segir:

„Næst tekur við stofan sem er í norðvesturhorni þakíbúðarinnar með gólfsíðum gluggum og tilheyrandi útsýni.  Þriðja stofan er borðstofa með gríðarlegri lofthæð og einstaklega stóru glugga frá gólfi og alla leið upp í loft.

Lyfta í íbúðinni sjálfri

Veglegri borðstofu er varla hægt að hugsa sér.

Eldhúsið er samliggjandi og samkvæmt teikningu er eldunareyja.  Í eldhúsi er bjart og skemmtilegt útskot til austurs með gólfsíðum gluggum.

Við hliðina á eldhúsinu er þvottahús og baðherbergi.  Næst tekur við hjónaherbergi með baðherbergi inn af og þar við hliðina barnaherbergi  og síðan aftur lyftan því eignin er skemmtilega skipulögð í hring með mjög góðu flæði. Út hjónaherbergi er gengið út á skjólgóðar og sólríkar suðursvalir með útsýni yfir borgina.

Svalir með útsýni yfir borgina

Þá fylgja lúxus penthouse íbúðinni tvö samliggjandi bílastæði, auðvitað á besta stað, alveg við innganginn í stigahúsið.

Einstaklega vegleg og tilkomumikil eign á besta stað í miðborginni. Örstutt er í verslanir, veitingastaði, leikhús, söfn og spennandi mannlíf og einnig fallegar gönguleiðir við sjóinn.

Hér má sjá mynd frá annarri íbúð sem Birgitta átti. Sú íbúð var heldur ekkert slor.

Það mun því ekki væsa um Birgittu í lúxus penthouse íbúðinni á meðan foreldrar hennar eru önnum kafnir við að byggja sér einbýlishús á Arnarnesi.

Deila

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 
- Auglýsing -

Orðrómur

Helgarviðtalið

Lestu meira

Nýtt í dag

Í fréttum er þetta helst...

Mest lesið í vikunni

- Auglýsing -