Bjarkaleikurinn haldinn til minningar um Bjarka Má – Ágóðinn rennur til Ljónshjarta 

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Bjarkaleikurinn verður haldinn í fyrsta sinn næsta laugardag þegar lið Breiðabliks og HK eigast við í fotbolti.net mótinu í Kórnum í Kópavogi kl. 11.15. Leikurinn fer fram til minningar um Bjarka Má Sigvaldason, en hann lést 27. júní í fyrra eftir sjö ára baráttu við krabbamein. 

 

Bjarki Már greindist með sjúkdóminn 25 ára gamall, en á þeim tíma lék hann með meistaraflokki HK. Bjarki Már og eiginkona hans, Ástrós Rut Sigurðardóttir, voru alla tíð opin með sjúkdóm Bjarka Más og komu fram í viðtölum, ýmist saman eða í sitt hvoru lagi. 

Ástrós Rut var í forsíðuviðtali Vikunnar í september árið 2016,  en þá voru þau Bjarki búin að ákveða að setja lífið ekki lengur á bið vegna veikindanna, heldur lifa því til fulls, og voru að skipuleggja brúðkaup og barneignir. Þau giftu sig sumarið 2017 og rúmi ári síðar, í september 2018, kom dóttir þeirra Emma Rut í heiminn. 

„Ég er hætt að hugsa um hvað öðrum finnst og hef ákveðið að hlusta á sjálfa mig og hvað við Bjarki lifum fyrir. Ef Bjarki deyr frá ungu barni sínu og það spyr um hann gæti ég svarað: „Pabbi vildi eignast þig, hann lifði drauminn sinn.“ 

Bjarkaleikurinn til styrktar Ljónshjarta

Breiðablik og HK í samráði við Ástrósu Rut hafa ákveðið að styrkja Ljónshjarta í ár, en félagið er félag ungs fólks sem hefur misst maka og börn þeirra. 

Stefnt er að því að halda Bjarkaleikinn árlega og láta ágóðann í  hvert sinn renna til góðs málefnis. Allir eru velkomnir á leikinn á laugardag og er tekið á móti frjálsum framlögum við innganginn. 

 

 

Deila

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 
- Auglýsing -

Orðrómur

Helgarviðtalið

Lestu meira

Nýtt í dag

Í fréttum er þetta helst...

Mest lesið í vikunni

- Auglýsing -