2019 | Birtingur útgáfufélag ehf | k.t. 620867-0129 | VSK.nr 11788 | Síðumúla 28 | Allur réttur áskilinn. Notkun á efni miðilsins er óheimil án samþykkis.

  Bjarni kenndi stærðfræði í beinni frá „sólarströnd“

  Bjarni Þór Traustason, kennari við Menntaskóla Borgarfjarðar kom nemendum sínum skemmtilega á óvart í síðustu viku þegar hann birtist nemendum sínum í fjarkennslu frá „sólarströnd.“

   

  Bjarni var klæddur í blómaskyrtu, með sólgleraugu og derhúfu og á bak við hann mátti sjá sólarströnd. Einnig mátti heyra fuglasöng og öldur í bakgrunni

  Mbl greinir frá og segir Bjarni þar að nemendur hans hafi haft gaman af uppátækinu. „Ég veit ekki af hverju mér datt þetta í hug en ég ákvað bara að þykjast vera kominn á sólarströnd,“ segir Bjarni og segir fjarkennsluna ganga vel og nemendur taka mikinn þátt í kennslustundunum.

  Lestu meira

  Annað áhugavert efni

  Nýjast á Mannlíf.is

  Nýjast á Gestgjafanum