Bjartar nætur er óður til sumarsins 2020

Deila

- Auglýsing -

Tvíeykið Draumfarir gefur í dag út sitt fyrsta lag, Bjartar nætur.

Þó að nafn flytjanda sé nýtt af nálinni, þá eru meðlimir tvíeykisins ekki nýgræðingar í bransanum þó þeir séu ungir að árum. Birgir Steinn Stefánsson og Ragnar Már Jónsson skipa Draumfarir.

Ragnar Már og Birgir
Mynd / Egill Árni Jóhannesson

„Lagið er sumarlegt og fjörugt, og er óður okkar til sumarsins 2020,“ segir Birgir, sem nú gefur út tónlist í fyrsta sinn á íslensku. Birgir hefur gefið út tónlist undanfarin ár undir nafninu Birgir, og gengið vel hér heima og erlendis. Lag hans Can You Feel It er mest streymda lag íslendings á Spotify með yfir 22 milljón streymi.

Birgir og Ragnar Már áttu tvö lög í Söngvakeppninni í ár: Dreyma sem Matti Matt flutti og Klukkan tifar/Meet Me Halfway, sem Ísold og Helga fluttu, en það lag komst áfram í úrslit.

- Advertisement -

Athugasemdir