Björk frestar tónleikum

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Tónlistarkonan Björk auglýsti ferna tónleika, Björk Orkestral, í Hörpu 9., 15., 23. og 29. ágúst.

Á Facebook-síðu hennar kemur fram að fresta þurfi einhverjum þeirra. Búast má við að  minnsta kosti þeim fyrstu, sem fara eiga fram 9. ágúst, verði frestað þar sem 100 manna samkomutakmarkanir eru að öllu óbreyttu í gildi út 13. ágúst.

Í tilkynningunni kemur fram að nú sé unnið hörðum höndum að því að finna lausn og að tilkynnt verði fljótlega um nýjar dagsetningar. Búist sé við að þeir tónleikar sem verði færðir verði haldnir í september.

Uppselt er á alla tónleikana og eiga tónleikagestir val um að halda sínum miðum á breyttri dagsetningu eða fá endurgreitt eftir að tilkynnt hefur verið um nýjar dagsetningar.

- Auglýsing -

Athugasemdir

Lestu meira