2019 | Birtingur útgáfufélag ehf | k.t. 620867-0129 | VSK.nr 11788 | Síðumúla 28 | Allur réttur áskilinn. Notkun á efni miðilsins er óheimil án samþykkis.

  Björn Ingi fagnar 5 mánaða edrúmennsku: Tíu breytingar í lífi hans

  Björn Ingi Hrafnsson fjölmiðlamaður og ritstjóri viljinn.is setti tappann í flöskuna fyrir fimm mánuðum síðan og segist hann rét farinn að átta sig á kostum þess að vera alltaf allsgáður og með kollinn í lagi.

   

  „Ég er enn bara nýnemi á þessari braut og á mikið eftir ólært, en gleðst yfir hverjum degi þar sem maður er besta útgáfan af sjálfum sér en ekki sú versta, betri faðir barnanna sinna, getur sinnt fjölskyldunni betur, ræktað líkama og sál í stað þess að deyfa tilfinningarnar og fresta því sem þarf að takast á við,“ segir Björn Ingi, og bætir við að hann kynnist einnig fjölda fólks í sömu sporum og hann. Fólki sem biður í sameiningu æðri mátt um aðstoð við að ná tökum á eigin lífi.

  Björn Ingi listar einnig upp topp tíu lista yfir það sem hann upplifir við breytinguna til betra lífs og mælir hann eindregið með því að hætta að drekka. „Það breytti lífi mínu, en þessa ákvörðun verður hver og einn að taka fyrir sig.“

  Hér eru atriðin tíu:

  AUGLÝSING


  Betra jafnvægi, andlegt og líkamlega.
  Kvíðinn er horfinn.
  Maður vaknar í sama standi og þegar maður sofnar og þarf ekki að raða óljósum minningabrotum saman með tilheyrandi vanlíðan.
  Maður er aldrei þunnur.
  Maður er alltaf til staðar.
  Börnin hafa eignast miklu betri föður.
  Peningasparnaðurinn er mikill.
  Líkamleg heilsa hefur snarbatnað.
  Útlit og líðan tekur stakkaskiptum.
  Maður er hreinskilinn í samskiptum og einlægur.

  Lestu meira

  Annað áhugavert efni

  Nýjast á Mannlíf.is

  Nýjast á Gestgjafanum