• Orðrómur

Björn Ingi vekur athygli: „Rosalega falleg litasamsetning á þessum riddara“

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Björn Ingi Hrafnsson, ritstjóri Viljans, var einn þriggja viðmælenda Egils Helgasonar í Silfrinu á sunnudagsmorgun, þar sem fréttir vikunnar voru ræddar.

En það var ekki vaskleg framganga þremenninganna sem vakti mesta athygli á samfélagsmiðlum eftir þáttinn, heldur klæðaburður Björns Inga. Ritstjórinn er þekktur fyrir að klæðast rúllakragapeysum, en í gær mætti hann í lopapeysu sem vakti athygli prjónara.

Minnst þrjár færslur voru birtar í Facebook-hópnum Handóðir prjónarar um hvaða peysa þetta væri, en all nokkrir hópar um prjónaskap eru á samfélagsmiðlinum. Voru allir á því að peysan væri falleg og litasamsetningin líka. „Rosalega falleg litasamsetning á þessum riddara,“ segir í einni athugasemd. „Flottur maður í flottri peysu,“ segir í annarri.

- Auglýsing -

Í samtali við DV í gær sagði Björn Ingi: „Ég hef alltaf verið mikið fyrir rúllukragapeysur, það er eiginlega uppáhald hjá mér, og ég var svo lánsamur að fá þessa peysu að gjöf sem sameinar það að vera falleg og þjóðleg lopapeysa og með rúllukraga.”

Mynd / istex.is

Peysan sem Björn Ingi klæddist í gær heitir Riddari og kom út í blaðinu Lopi 28. tbl. Kaupa má uppskriftina á vef Ístex.

- Auglýsing -

Mynd / istex.is

Mynd / istex.is

Veistu meira um málið?

Deila

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 
- Auglýsing -

Orðrómur

Helgarviðtalið

Lestu meira

Nýtt í dag

Í fréttum er þetta helst...

Mest lesið í vikunni

- Auglýsing -