Brúðhjónin grétu yfir því sem gerðist í kirkjunni

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Rachel og Shane McNally giftu sig í sumar á Írlandi. Vinkona þeirra, Hannah O´Brien hafði tekið eftir að á meðal gestanna var fjöldi einstaklinga sem störfuðu við söng.

 

Henni fannst því tilvalið að fá gestina í lið með sér við athöfnina og skipulagði flutning sem kom brúðhjónunum skemmtilega á óvart og fékk þau til að tárast. Hópurinn sem telur 17 manns, þar á meðal föður brúðarinnar, æfði sig í leynd í fimm vikur fyrir athöfnina.

Lag Ben E. King, Stand by Me, hljómar hér og nú er bara lag að æfa sönginn fyrir komandi brúðkaup.

 

- Auglýsing -

Athugasemdir

Lestu meira