• Orðrómur

Brynja gefur út EASY: „Langaði að labba út fyrsta daginn“

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Tónlistarkonan og hljóðtæknirinn Brynja Bjarnadóttir er búsett í Haag í Hollandi. Í dag sendir hún frá sér lagið EASY sem er þriðja stuttskífan af komandi plötu. Lagið tók hún upp og útsetti í samstarfi við hollenska listamanninn LUVR, sem unnið hefur með nöfnum á borð við Graeme James, Carlijn & Merle, Base, Troy Junker, Mojo Jojo og Jeanna.

Sló í gegn með Oehl

Brynja lærði hljóðupptöku við SAE skólann í Amsterdam. Hún hefur síðan unnið með ýmsum tónlistarmönnum úr hollensku poppsenunni, og er meðlimur í listamannakollektívu í Amsterdam – auk þess að vinna að íslenskum samstarfsverkefnum annað slagið, meðal annars með íslenska raftónlistarmanninum Daveeth. Þar má líka nefna poppsmellinn Auðn (Neue Wildnis) sem hún vann með íslensk/austurríska dúettinum Oehl. Oehl hafa slegið í gegn á meginlandinu með lögum eins og Keramik og Uber Nacht. 

- Auglýsing -

Eina stelpan í deildinni

Brynja vann á skrifstofu í Haag áður en hún ákvað að hella sér af fullum krafti í tónlistina. Hún hefur litríkan og fjölbreyttan bakgrunn í listinni, en auk þess að hafa stundað klassískt hljóðfæranám á Íslandi á fiðlu, píanó og klarinett tók hún einnig þátt í götuleikhúsi í Noregi fyrir 10 árum, en í leikhúsinu söng hún í fyrsta sinn opinberlega. 

Hún segir að hljóðtækninámið í Amsterdam  hafi verið ögrandi fyrst í stað, enda var hún eina stelpan í deildinni. 

- Auglýsing -

 „Þetta er svo mikið gauradót. Það var scary að vera eina stelpan í bekknum.  Ég man að fyrsta daginn langaði mig að labba út en ég ákvað að gera þetta – og líka fyrir aðrar stelpur sem langar að læra. Að vera fyrirmynd fyrir aðra.“

Brynja tekst á við samfélagsleg málefni í listinni, en textarnir fjalla meðal annars um loftslagsmál og femínisma.

Deila

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 
- Auglýsing -

Orðrómur

Helgarviðtalið

Lestu meira

Nýtt í dag

Í fréttum er þetta helst...

Mest lesið í vikunni

- Auglýsing -