- Auglýsing -
Ísbjarnarblús plata Bubba Morthens fagnar 40 ára afmæli í ár, en hún kom út 17. júní árið 1980.
Á meðal laga plötunnar eru Ísbjarnarblús, Hrognin eru að koma, Jón pönkari og Stál og hnífur. Platan olli straumhvörfum í íslensku tónlistarsenunni og login eru enn á allra vörum.
Á föstudag fékk Bubbi afhenda platínuplötu fyrir fyrstu plötu sína Ísbjarnarblús, en það er viðurkenning sem Félag hljómplötuframleiðenda veitir fyrir plötur sem seljast í yfir 10.000 eintökum.