Camilla svarar sögusögnunum: „Leiðinlegt fyrir slúðurþyrsta landsmenn“

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Fylgjendur Camillu Rutar Rúnarsdóttir á samfélagsmiðlum tóku eftir því um helgina að hún mætti í afmæli til vinkonu sinnar Tinnu Bjarkar Kristinsdóttur í Reykjanesbæ, en ekki í afmæli sem vinkona hennar, Sólrún Diego, hélt sama kvöld í Reykjavík. Töldu margir að vinslit hefðu orðið á milli þeirra og var vakin athygli á því á fréttamiðlum, en Hringbraut fjallaði fyrst um málið um helgina.

Camilla Rut segir í viðtali á visir.is í dag að hún hafi í fyrstu ekki ætlað að tjá sig um málið.

„Ég ætlaði fyrst ekki að gera neinar athugasemdir við þessar sögusagnir því mér finnst þetta algjörlega fyrir neðan allar hellur og ég vil ekki taka þátt í svona þvælu,“ segir Camilla Rut og segist þær enn fylgja hvor annarri á samfélagsmiðlum. Ástæðan fyrir því að þær hafi lítið hist undanfarið sé sú að það sé covid og verið að virða sóttvarnarreglur, mælir Camilla með að fólk geri slíkt hið sama.

Segist Camilla hafa valið að mæta í afmæli til Tinna frekar en Sólrúnar, meðal annars vegna þess að afmæli Tinnu var haldið í Reykjanesbæ, þar sem Camilla býr.

„Þær eru mér mjög kærar, báðar tvær. Ég vildi óska þess að ég hefði getað klónað mig til að vera á báðum stöðum. Svo til að bæta því við þá bý ég í Reykjanesbæ og er með barn á brjósti. Tinna og vinir ákváðu að fara á veitingastað og hótel í Reykjanesbæ svo ég gæti fagnað með þeim en væri þó ekki of langt frá heima til þess að geta stokkið snöggt frá til að gefa unganum mínum brjóst fyrir svefninn. Þykir leiðinlegt fyrir slúðurþyrsta landsmenn að það er ekki merkilegra en þetta.“

Viðtalið við Camillu á visi.is má lesa í heild sinni hér.

Deila

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 
- Auglýsing -

Orðrómur

Helgarviðtalið

Lestu meira

­Ísold og Una Lind eiga von á barni

Parið Ísold Ugga­dóttir, kvik­mynda­gerðar­kona, og Una Lind Hauks­dóttir, mannfræðingur, eiga von á barni. Parið tilkynnti gleðitíðingin í...

Nýtt í dag

Í fréttum er þetta helst...

Mest lesið í vikunni

- Auglýsing -