Clarissa vann sinn síðasta vinnudag í dag: „Alltaf til í vinnu, hleypur í öll verkefni“

Deila

- Auglýsing -

Clarissa vann sinn síðasta vinnudag í dag sem fíkniefnaleitarhundur Lögreglunnar á Suðurnesjum.

 

Hóf hún störf fyrir átta árum síðan og er að sögn samstarfsfélaga sinna, í það minnsta þess sem heldur úti Facebook-síðu Lögreglunnar á Suðurnesjum, jákvæður starfsmaður, enda hleypur hún í öll verkefni.

Vonast er til að hún njóti eftirlaunaáranna og „leyfi sér soldið.“ Clarissa var auðvitað kvödd með súkkulaðiköku og rjómapönnsu við lok sinnar síðustu vaktar.

- Advertisement -

Athugasemdir