COVID-19 heimsfaraldurinn verður umfjöllunarefni Greys Anato­my

Deila

- Auglýsing -

Grey´s Anatomy sjónvarpsþáttaröðin vinsæla heldur áfram næsta vetur þegar sautjánda þáttaröðin byrjar í sýningu. Það kemur kannski ekki á óvart að hluti þáttaraðarinnar mun fjalla um COVID-19 heimsfaraldurinn.

„Það er ekki möguleiki á því að vera læknaþáttaröð, sem er langlíf, og sleppa því að fjalla um læknis­fræðisögu nútímans,” segir Krista Vernoff aðalframleiðandi þáttanna í samtali við E News.

Starfandi læknar hafa sagt þeim sem að þáttunum koma eigin reynslusögur, og segir Vernoff að venjulega segi þeir frá fyndnum atvikum, árið í ár var frábrugðið.

„Læknarnir komu inn til okkar og við vorum fyrsta fólkið til að tala við þá um þessa lífs­reynslu sem heimsfaraldurinn er,” segir Vernoff og segir læknana hafa lýst ástandinu eins og stríði, og ýmist grátið, titrað og fölnað á meðan þeir sögðu frá.

- Advertisement -

Athugasemdir