Daði Freyr er ekki rosalega svekktur: „Ég fer ekki aftur í Söngvakeppnina“

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

„Við hefðum viljað keppa, við vorum búin að peppa okkur upp í það, en þetta er ekki „the end of the world,“ segir Daði Daði Freyr Pétursson í viðtali við Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag.

 

„Fyrir mig persónulega er þetta ekkert rosalega svekkjandi þannig séð, en mér finnst leiðinlegt að hafa misst af tækifærinu að prófa þetta og taka þátt í þessu brjálæði sem Eurovision er.”

Daði Freyr og Árný Fjóla Ásmundsdóttir eiginkona hans voru í forsíðuviðtali Mannlífs sem tekið var þremur dögum eftir að Daði og Gagnamagnið unnu Söngvakeppnina hér heima. Í viðtalinu kom fram að sigurinn í keppninni hafði þá þegar aukið áhuga erlendra miðla, plötufyrirtækja og fleiri á Daða Frey og tónlist hans og lágu fjölmörg tilboð þá þegar fyrir.

Sjá einnig: Hugarheimur Daða heillar Evrópu – „Nú þarf ég bara að halda rétt á spöðunum, nýta tækifærið á réttan hátt“

Þrátt fyrir að Eurovision keppninni, sem átti að fara fram í Rotterdam í Hollandi í maí, hafi nú verið aflýst hefur áhuginn á Daða Frey ekkert minnkað.

„Fyrir minn ferill hefur þetta verið rosalega mikill stökkpallur og því get ég ekki kvartað mikið. Nú er ég kominn með bókara og er að tala við útgáfufyrirtæki og það eru öll plötufyrirtækin að reyna ná í mig,“ segir Daði Freyr.

Aðspurður um hvort hann muni taka þátt aftur í Söngvakeppninni að ári svarar hann neitandi.

„Nei, ég mun ekki taka þátt í Söngvakeppninni. Við erum búin að vinna þessa keppni einu sinni og ef ég myndi fara aftur þá myndi manni finnast eins og fólk ætti bara að kjósa mann út af því að við vorum búin að vinna einu sinni og fórum ekki í keppnina,“ segir Daði Freyr, og bætir við að það myndi ekki líta vel út fyrir hann að taka aftur þátt og vinna ekki keppnina.

„Ég er mögulega til í að semja lag en ég fer ekki aftur í Söngvakeppnina.“

Hann bætir líka við að honum finnist Eurovision eiga að vera haldin með venjulegum hætti, ekki til dæmis með þeim hætti að spila myndböndin og leyfa fólki að kjósa. „Þá er þetta ekki jöfn keppni, það fór mismikill metnaður og peningur í myndböndin. Það fá allir að keppna á sama sviði í keppninni sjálfri og það er eina rétta leiðin til að halda keppnina.“

- Auglýsing -

Athugasemdir

Lestu meira

Lilja Ósk nýr formaður SÍK

Lilja Ósk Snorradóttir, framkvæmdastjóri og meðeigandi kvikmyndaframleiðslufyrirtækisins Pegasus var á fimmtudag kjörin formaður stjórnar Sambands íslenskra kvikmyndaframleiðenda,...

Bassafanturinn genginn út

Þröstur Jónsson, fyrrum bassaleikari pönkrokksveitarinnar Mínus, og Martina Klara, eru nýtt par.Parið skráði sig í samband í...