Daði og stjörnur Eurovision flytja Volcano Man

Deila

- Auglýsing -

Daði og fyrri sigurvegarar og keppendur í Eurovision hafa slegið í gegn á YouTube með ábreiðu af laginu Volcano Man úr Eurovisionkvikmyndinni Eurovision Song Contest: The Story of Fire Saga.

Daði, sem keppa átti í Eurovision í ár, ásamt Gagnamagninu, lokar laginu með sínum einstaka hætti. Aðrir sem koma fram eru:
Alexander Rybak, sem vann 2009 (Noregur, Fairytale),
Anna Odobescu, keppti 2019, komst ekki upp úr undankeppni (Moldavía, Stay),
Elina Nechayeva, keppti 2018, 8. sæti (Estónía, La forza)
Jamala, sem vann 2016 (Ukraína, 1944)
Scooch, keppti 2007, 22. sæti (Bretland, Flying the Flag (For You)

Daði er einnig einn með sína ábreiðu af laginu.

- Advertisement -

Athugasemdir