Dagbjört fyrirgefur sjálfri sér í nýju lagi: „Snýst um að sigrast á eigin djöflum og áföllum“

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Dagbjört Rúriksdóttir, söngkona, gaf í lag út tónlistarmyndband við lagið Séð, heyrð og elskuð, undir listamannsnafninu DIA.

„Séð, heyrð og elskuð snýst um að sigrast á eigin djöflum, áföllum, höfnun og því sem hefur skilið eftir ör í gegnum árin,“ segir Dagbjört um lagið.

„Lagið snýst líka um að fyrirgefa sjálfri mér fyrir að hafa ekki sýnt litlu stelpunni í mér næga ást, viðurkenningu og virðingu, en textinn var samt fyrst og fremst innblásinn vegna reynslu af nákominni manneskju í mínu lífi. Þetta getur verið túlkað á allskonar vegu. Það fer eiginlega bara eftir hvernig fólk tengir. Lagið snýst líka um að finna sátt í núinu sama hver fortíðin er, sjálfskoðun og vilja til að gera betur eftir eigin mistök.

- Auglýsing -

Dagbjört Rúriksdóttir
Mynd / Aðsend

Mér finnst mikilvægt að minnast á innra barnið og veita því athygli. Ég trúi að það búi í okkur öllum sama hve fullorðin við verðum,“ segir Dagbjört, sem ákvað að gera persónulegt myndband við lagið, enda er það afar persónulegt lag fyrir hana.

Myndbandið er samansafn af brotum úr æsku Dagbjartar og tökum fyrir utan æskuheimili hennar, grunnskólanum hennar, gönguveg þar sem hún gekk í skólann og róluvelli rétt hjá honum.

- Auglýsing -

„Álfrún Kolbrúnardóttir, vinkona mín á allan heiður af myndbandinu, og einnig að klippa það, laga liti, setja allt saman og bara allur pakkinn. Ég er henni svo þakklát. Svo var það Stefán Örn Gunnlaugsson sem pródúseraði, mixaði og fann upp töfra og tóna við laglínuna og textann sem ég söng inn í stúdíóinu hans að vana. Sigurdór Guðmundsson masteraði og yndislegi makeup-artistinn hún Kolfinna Bergþóra Bjarnadóttir gerði andlitið fínt,“ segir Dagbjört.

„Von mín og tilgangur þess að gefa út lagið og myndbandið er bæði vegna þess að ég vil ná til fólks, sama hvort það sé bara einn eða fleirri sem þetta nær til og minna aðra á að það er hægt að komast í gegnum erfiðleika sem sterkari mannesskja. Það þarf ekki aðeins að brjóta mann. Að maður þurfi ekki að vera fullkominn sjálfur heldur. Maður lifir og lærir. Þetta lag er líka bara mikið uppgjör fyrir mig og ég gerði þetta líka fyrir sjálfa mig og listakonuna í mér sem hafði mikla þörf til að tjá þetta út.“

- Auglýsing -

Lagið Séð, heyrð og elskuð er einnig á Spotify.

Deila

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 
- Auglýsing -

Orðrómur

Helgarviðtalið

Lestu meira

Nýtt í dag

Í fréttum er þetta helst...

Mest lesið í vikunni

- Auglýsing -