2019 | Birtingur útgáfufélag ehf | k.t. 620867-0129 | VSK.nr 11788 | Síðumúla 28 | Allur réttur áskilinn. Notkun á efni miðilsins er óheimil án samþykkis.

  Dásamleg desemberbörn

  Síðasti mánuður ársins er runninn upp, kaldur, dimmur og fagur, með öllu sem honum fylgir: jólaundirbúningi, stressi, bakstri, þrifum, jólatónleikum, föndri, laufabrauði og látum. Fjöldi þekktra einstaklinga á afmæli á aðventunni og um jól.

   

  Bogmaðurinn (1.-21. desember)  heillast af lífinu og vill rannsaka heiminn og allt sem honum tilheyrir. Hann er óstýrilátur, vitsmunalega þenkjandi og uppfullur af frelsisþrá. Steingeitin (22.-31. desember) er jarðbundin, fylgin sér, hagsýn og hörkudugleg. Steingeitin er trygglynd, en á sama tíma þrjósk og þver. Hún þolir illa breytingar og er oft vinnufíkill.

  Gísli Örn Garðarsson Mynd / Heiða Helgadóttir

  Jakob Veigar Sigurðsson Mynd / Facebook

  AUGLÝSING


  Gísli Örn Garðarsson, leikari og leikstjóri með meiru, og Jakob Veigar Sigurðsson, listmálari og byggingatæknifræðingur, eiga afmæli 15. desember. Báðir eru listfengir og djarfir á sínu sviði, Jakob hefur vakið athygli fyrir litrík málverk sín, meðan sýningar Gísla Arnar með Vesturporti fengu áhorfendur til að taka andköf. Báðir hafa líka flutt listsköpun sína út fyrir landsteinana. Gísli Örn sýndi að auki sjónvarpsáhorfendum hvernig á að taka einbýlishús í ræmur og bíður útkoman nú næstu seríu af Gulla byggi.

  Sigrún Lilja Guðjónsdóttir Mynd / Bragi Þór Jósefsson

  Guðlaugur Þór Þórðarson

  Kolbeinn Óttarsson Proppé

  Sigrún Lilja Guðjónsdóttir sem oft er nefnd Gyðja eftir fyrirtæki sínu, Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra og Kolbeinn Óttarsson Proppé, þingmaður VG, eiga afmæli 19. desember. Sigrún Lilja seldi eigin hönnun í töskum, úrum og fleira undir nafninu Gyðja Collection, hún er nú komin á fullt í heilsubransann með líkamsmeðferðarstofuna House of Beauty og orðin deildarstjóri fegrunaraðgerða hjá Hei Medical Travel. Guðlaugur Þór hugsar vel um heilsuna líka, enda giftur einni þekktustu heilsudrottningu landsins. Hann og Kolbeinn eru að auki miklir lestrarhestar, þrátt fyrir að blaða í ógrynni skjala í vinnunni. Kolbeinn er líka músíkalskur, alltaf verið í hljómsveitum og kann að spila á öll hljóðfæri.

  Klemens Nikulásson Hannigan Mynd / Facebook

  Klemens Nikulásson Hannigan, söngvari Hatara, á afmæli 20. desember. Klemens er húsgagnasmiður frá Tækniskólanum og hannaði og smíðaði sviðsmynd við myndband Söngvakeppnisframlags sveitarinnar sem var. Árið var Klemens gjöfult, hann sigraði hug og hjörtu þjóðarinnar og hálfrar Evrópu hið minnsta með framgöngu sinni í Eurovision, og önnur dóttir hans fæddist í júní.

  Hödd Vilhjálmsdóttir  Mynd / Facebook

  Máni Pétursson Mynd / Facebook

  Regína Ósk Óskarsdóttir Mynd / Hákon Davíð Björnsson

  Hödd Vilhjálmsdóttir almannatengill, Máni Pétursson útvarpsmaður og Regína Ósk Óskarsdóttir söngkona eiga afmæli 21. desember. Hödd setti tappann í flöskuna, fann ástina í örmum athafnamanns og klífur nú hvert fjallið af öðru. Máni er best þekktur sem útvarpsmaðurinn á X-inu, en þess á milli er hann markþjálfi, umboðsmaður og kíkir í ræktina í World Class. Regína Ósk veislustýrir, kennir söng og syngur á tónleikum milli þess sem hún smellir sér í dansskóna í þáttunum Allir geta dansað.

   

  Hera Hilmars Mynd / Hákon Davíð Björnsson

  Linda Pétursdóttir Mynd / Facebook

  Heimsdrottningarnar Hera Hilmarsdóttir og Linda Pétursdóttir eiga afmæli 27. desember. Linda var fegurst allra kvenna í Ungfrú Heimur 1988 og starfar í dag fyrir keppnina, velur íslensku stúlkuna sem keppir fyrir Íslands hönd. Hún er athafnakona sem leggur áherslu á heilsuna, bæði andlega og líkamlega. Hera er að verða ein af okkar þekktari konum, sem leikari í Hollywood, þar sem hún landar hverju aðalhlutverkinu á fætur öðru. Nú má sjá hana á framtíðarþáttunum SEE, þar sem hún leikur á móti vatnsmanninum sjálfum, Jason Momoa.

  Atli Þór Albertsson Mynd / Facebook

  Jógvan Hansen Mynd / Facebook

  Atli Þór Albertsson, markaðsstjóri Þjóðleikhússins, og Jógvan Hansen söngvari eiga afmæli 28. desember. Atli er þaulkunnugur leikhúsinu, enda sjálfur lærður leikari. Hann ber einnig hag barna fyrir brjósti og sat í stjórn Barnaheilla. Jógvan, færeyski bróðir okkar, er heima um jólin og á þönum að syngja og veislustýra. Báðir eiga þeir jólafrí eftir góða törn á sviðinu í haust, í það minnsta þar til ný törn tekur við árið 2020.

   

  Ekki missa af þessum

  Annað áhugavert efni

  Nýjast á Mannlíf.is

  Nýjast á Gestgjafanum