2019 | Birtingur útgáfufélag ehf | k.t. 620867-0129 | VSK.nr 11788 | Síðumúla 28 | Allur réttur áskilinn. Notkun á efni miðilsins er óheimil án samþykkis.

  Dásamleg desemberbörn

  Síðasti mánuður ársins er runninn upp, kaldur, dimmur og fagur, með öllu sem honum fylgir: jólaundirbúningi, stressi, bakstri, þrifum, jólatónleikum, föndri, laufabrauði og látum. Fjöldi þekktra einstaklinga á afmæli á aðventunni og um jól. Desemberbörn Bogmannsins (1.-21. des.) heillast af lífinu og vilja rannsaka heiminn og allt sem honum tilheyrir. Bogmaðurinn er óstýrilátur, vitsmunalega þenkjandi og uppfullur af frelsisþrá.

   

  Útvarpsmennirnir á K100, Kristín Sif Björgvinsdóttir, og Logi Bergmann, eiga afmæli 2. desember. Kristín Sif er mikill hnefaleika- og crossfit-kappi þar sem hún raðar inn titlum heima og erlendis. Logi er einnig keppnismaður og dellukall og með gríðarlegan áhuga á golfi.

  Kristín Sif Björgvinsdóttir
  Mynd / Hákon Davíð Björnsson

  Logi Bergmann Mynd / Facebook

  AUGLÝSING


  Eyvindur Karlsson, Óli Stefán Flóventsson, Skaði Þórðardóttir og Tobba Marinós eiga öll afmæli 7. desember. Eyvindur gefur út eigin tónlist og trúbbar milli þess sem hann leiðsegir túristanum um leyndardóma miðbæjarins, knattspyrnukappinn Óli lagði skóna á hilluna og fór að þjálfa aðra, nú fótboltalið karla hjá KA, Skaði steig á svið Söngvakeppni sjónvarpsins og Secret Solstice fyrr á árinu og gaf út fullt af eigin tónlist, Tobba flaug til Ítalíu og gifti sig með pomp og prakt og stofnaði fyrirtæki með mömmu sinni.

  Eyvindur Karlsson
  Mynd / Facebook

  Óli Stefán Flóventsson
  Mynd / Facebook

  Skaði Þórðardóttir Mynd / Facebook

  Tobba Marinós
  Mynd /Heiða Helgadóttir

  Stuðboltarnir Helgi Jean Claessen og Steinþór Hróar Steinþórsson (Steindi) eiga afmæli 9. desember. Helgi vinnur að því að bæta sinn innri mann og er annar umsjónarmaður hlaðvarpsþáttanna Hæ hæ ævintýri Helga og Hjálmars, sem hafa slegið í gegn hjá landanum. Steindi á festu í hláturstaugum landsmanna, en hefur sýnt að hann getur líka verið alvarlegur á skjánum. Nú bíður hann barns síns númer tvö.

  Helgi Jean Claessen Mynd / Facebook

  Steinþór Hróar Steinþórsson Mynd /Heiða Helgadóttir

  Sölvi Tryggvason, athafnamaður og fjölmiðlamaður, á afmæli 10. desember. Sölvi fann leið til nýrrar og bættrar heilsu, setti ráðin í bók og sló í gegn. Hann skrifaði sögu Björgvins Páls Gústavssonar handboltamanns og mun sú bók að öllum líkindum vera í mörgum jólapökkum í ár.

  Sölvi Tryggvason Mynd / Haraldur Jónasson

  Ingvar Jónsson og Þura Stína eiga afmæli 14. desember. Ingvar sást á mörgum öldurhúsum miðbæjarins þar sem hann söng fyrir gesti sem trúbador og á svið steig hann sem forsöngvari Papanna. Ingvar stýrir enn fólki, en nú sem vinsæll markþjálfi. Seinni bók hans er líka farin í prentun. Reykjavíkurdóttirin Þura Stína hefur ásamt stöllum sínum hrist upp í landanum með beittum textum og oft og tíðum ögrandi framkomu. Þura á nú von á frumburði sínum.

  Ingvar Jónsson Mynd / Facebook

  Þura Stína Mynd / Facebook

  Ekki missa af þessum

  Annað áhugavert efni

  Nýjast á Mannlíf.is

  Nýjast á Gestgjafanum