Davíð kominn á lista með Björgólfi yfir ríkustu einstaklinga heims

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Davíð Helgason fjárfestir er kominn á lista bandaríska tímaritsins Forbes yfir ríkustu einstaklinga heims. Davíð er í sæti 2.674 á list­an­um, en Forbes metur auðævi hans á einn milljarð dollara.

Davíð er því annar Íslendingurinn á listanum, en Björgólfur Thor Björgúlfsson hefur verið þar um árabil og er nú í 1.444. sæti listans, en auðæfi hans eru met­in á 2,2 millj­arða dollara.

Davíð er meðstofn­andi hug­búnaðarfyr­ir­tæk­is­ins Unity Software, sem stofnað var 2004 í Dan­mörku og á hann tæp 4% í fyrirtækinu, auk þess að sitja í stjórn þess. Marg­ir stærstu tölvu­leikja­fram­leiðenda heims reiða sig á hug­búnað Unity Software, sem skráð var á hluta­bréfa­markað í sept­em­ber 2020.

Í fyrra keypti Davíð Hrólfs­skála­vör 2 á Seltjarn­ar­nesi, sem áður var í eigu Skúla Mo­gensen, fyrrum forstjóra WOW air.

Mynd / Skjáskot forbes.com

Mynd / Skjáskot forbes.com

 

Deila

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 
- Auglýsing -

Orðrómur

Helgarviðtalið

Lestu meira

Nýtt í dag

Í fréttum er þetta helst...

Mest lesið í vikunni

- Auglýsing -