DIMMA leggst yfir landið

Deila

- Auglýsing -

Þungarokkssveitin DIMMA mun ferðast um landið í sumar og koma við á fjölmörgum stöðum þar sem þeir verða bæði með kvöldtónleika sem og dagtónleika, svo aðdáendur á öllum aldri geta upplifað alvöru rokkkonsert.

 

DIMMU þarf vart að kynna enda ein vinsælasta rokksveit landsins undanfarin ár og hafa þeir gefið út fimm breiðskífur, jafnmargar tónleikaplötur og átt fjölda laga sem farið hafa hátt á öldum ljósvakans. Strákarnir vinna nú að sinni sjöttu breiðskífu, sem áætlað er að komi út síðar á árinu. DIMMA kom fjölmörgum aðdáendum sínum á óvart fyrr á árinu þegar tilkynnt var að þeir ættu framlag í Söngvakeppninni, fóru leikar svo að DIMMA lentu í 2. sæti og Daði og Gagnamagnið unnu.

DIMMU skipa Stefán Jakobsson söngvari, Ingó Geirdal gítarleikari, Silli Geirdal bassaleikari og Egill Örn Rafnsson trommuleikari.

DIMMA
Mynd / Kristvin Guðmundsson

Á tónleikaferðinni í sumar munu vinsæl lög eins og Almyrkvi, Þögn og Bergmál fá að hljóma ásamt úrvali af eldri perlum sveitarinnar og því ætti enginn rokkunnandi að láta sig vanta á tónleika DIMMU.

-2. júlí – Höfn í Hornafirði – Hafið – kl. 16:00 & kl. 21:00
-3. júlí – Egilsstaðir – Valaskjálf – kl. 16:00 & kl. 21:00
-4. júlí – Reykjahlíð við Mývatn – Úlfaldi úr Mýflugu – Tónlistarhátíð
-10. júlí – Siglufjörður – Kaffi Rauðka – kl. 16:00 & kl. 21:00
-11. júlí – Akureyri – Græni Hatturinn – kl. 16:00 & kl. 21:00
-18. júlí – Spot – Kópavogi – Eistnaflug
-23. júlí – Grindavík – Fish House – kl. 16:00 & kl. 21:00
-24. júlí – Hveragerði – Skyrgerðin – kl. 16:00 & kl. 21:00
-25. júlí – Flúðir – Félagsheimilinu – kl. 21:00
-26. júlí – Reykjavík – Dillon – kl. 21:00

Ofangreindir tónleikar eru komnir í sölu á tix.is.

Fleiri tónleikar með DIMMU í sumar verða svo tilkynntir fljótlega.

- Advertisement -

Athugasemdir