Discoteque rústaði kosningunni í Litháen

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Litháar völdu framlag sitt í Eurovision nú um helgina, og er valið endurtekið frá því í fyrra, því hljómsveitin The Roop verður fulltrúi Litháen í Eurovision í maí, líkt og í fyrra í keppninni sem aldrei varð.

Keppnin í Litháen ber nafnið Pabandom iš naujo! (Let’s try again) eða Reynum aftur sem The Roop gerði með laginu Discoteque og gjörsamlega rústuðu kosningunni.

Litháen fór þá leið að óska eftir framlögum í keppnina í tvennu lagi, annars vegar frá listamönnum og hins vegar frá lagahöfundum. Fyrri hópurinn átti að gefa upp hvaða lag þeir myndu keppa með. Að lokum var 21 lag valið til að keppa til úrslita.

Keppnin fór fram með þeim hætti að tvö kvöld voru haldin (svokölluð heat eða forval) þar sem 10 lög kepptu hvort kvöld. Fimm lög voru valin hvort kvöld og kepptu í undanúrslitum. Að lokum voru fimm lög valin, sem kepptu til úrslita, ásamt framlagi The Roop.

Kosningin samanstóð af atkvæðum dómnefndar og vali almennings og giltu jafnt. The Roop vann í báðum og hlaut 84 stig dómnefndar, meðan lagið í öðru sæti hlaut 70. Lagið hlaut 74512 atkvæði úr símakosningu, meðan lagið í öðru sæti hlaut 6413.

Framlag The Roop í fyrra, On Fire, var spáð góðum árangri í keppninni, áður en hún var blásin af.

THE ROOP sérhæfir sig í gamansömu indí rokki, en hún var stofnuð í Vilnius 2014. Þeir tóku einnig þátt í undankeppninni heima fyrir 2018 og lentu þá í þriðja sæti.

Litháen hefur tekið þátt í Eurovision síðan 1994, en hafa þó enn ekki farið með sigur af hólmi, en hafa verið tvisvar sinnum á top tíu. 2006 þegar LT United söng We Are The Winners, sem skilaði þeim í 6. sæti og 2016 þegar Donny Montell söng I´ve Been Waiting For This Night.

Deila

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 
- Auglýsing -

Orðrómur

Helgarviðtalið

Lestu meira

Nýtt í dag

Í fréttum er þetta helst...

Mest lesið í vikunni

- Auglýsing -