Dóra Júlía ekki einhleyp

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Í Mannlíf í dag er Dóra Júlía Agnarsdóttir, plötusnúður, sögð á meðal þekktra kvenna sem eru einhleypar. Hið rétta er að hún er í sambandi með Báru Guðmundsdóttur.

 

Séð og Heyrt biðst afsökunar á mistökunum og óskar turtildúfunum til hamingju með hvor aðra og ástina.

View this post on Instagram

💚💜

A post shared by Dóra Júlía | J’adora (@dorajulia) on

Dóra Júlía, plötusnúður og umsjónarmaður Ljósa punktsins á útvarpsstöðinni K100, er ein skemmtilegasta og litríkasta kona landsins. Dóra Júlía útskrifaðist með BA-gráðu í listfræði og heimspeki og er hún var í mastersnámi við Háskóla Íslands byrjaði hún að dj-a og þá byrjaði nálin að snúast. Hún hefur dj-að um allan heim fyrir óþekkta sem þekkta eins og breska auðjöfurinn Richard Branson. Dóra Júlía vekur athygli hvar sem er, fyrir ljúfmennsku og einstakan og litríkan fatastíl. Íbúð hennar í Hlíðunum í Reykjavík er einnig litrík eins og eigandinn.

- Auglýsing -

Athugasemdir

Lestu meira