Dóri DNA opnar Mikka ref

Deila

- Auglýsing -

Halldór Halldórsson, eða Dóri DNA, leikari, uppistandari, rithöfundur með meiru lætur langþráðan draum rætast í ágúst, þegar hann opnar vínbar og kaffihús á Hverfisgötu.

 

Staðurinn mun heita Mikki refur, sem er vel viðeigandi þar sem staðurinn verður á Hverfisgötu 18, þar sem Bar 11 var til húsa í mörg ár, beint á móti Þjóðleikhúsinu.

Dóri DNA hefur mikinn áhuga á náttúruvínum, og er orðinn vel að sér í þeim. Því má ætla að Mikki refur muni bjóða upp á úrval af þeim.

- Advertisement -

Athugasemdir