Dóróthea og Ari Bragi eiga von á dóttur

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Kærustuparið Dóróthea Jóhannesdóttir og Ari Bragi Kárason eiga von á dóttur, en þau komumst að kyni barnsins á föstudag. Ari Bragi birtir myndband af atvikinu á Facebook-síðu sinni, en þar sést parið borða sitt hvora bollakökuna.

 

„Pabba hlutverkið varð allt í einu mun raunverulegra. Stelpa á leiðinni og við gætum ekki verið spenntari,“ skrifar Ari Bragi.

Ari Bragi er þekktur tónlistarunnendum en hann hefur blásið á trompet á fjölmörgum tónleikum og plötum undanfarin ár. Dóróthea útskrifaðist úr sálfræði frá Háskólanum í Reykjavík í desember. Þau eru einnig bæði ríkjandi Íslandsmeistarar í 100 m hlaupi.

- Auglýsing -

Athugasemdir

Lestu meira