• Orðrómur

Dýrfinna, Hildur og Ragna tilnefndar til Norrænu tónlistarverðlaunanna

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Íslendingar fá þrjár tilnefningar af tólf fyrir bestu plötu ársins á Norrænu tónlistarverðlaununum. Þær tilnefndu eru Dýrfinna Benita (Countess Malaise) fyrir Hystería, Hildur Guðnadóttir fyrir Chernobyl og Ragna Kjartansdóttir (Cell7) fyrir Is Anybody Listening?

 

Þetta er í tíunda sinn sem verðlaunin fara fram, en Jón Þór Birgisson (Jónsi í Sigur Rós) vann þau fyrsta árið með plötunni Go. Fulltrúi Íslands í dómnefndinni er Arnar Eggert Thoroddsen.

Verðlaunin eru undir hatti by:Larm tónlistarhátíðarinnar í Osló og fyrirmyndin að verðlaununum eru bresku Mercury-verðlaunin.

- Auglýsing -

Áhersla er á listrænt innihald fremur en frægð og hve markaðsvænar plöturnar eru. Tilgangur verðlaunanna er þríþættur: að styrkja sameiginlegan vettvang norrænnar tónlistar, að vekja athygli alþjóðasamfélagsins á honum og að hylla plötuformið sem sjálfstætt listaverk.

Hér eru plöturnar 12 sem tilnefndar eru í ár.

Danmörk
Jada – I Cry A Lot
Lowly – Hifalutin

- Auglýsing -

Finnland
The Hearing – Demian
STINAKO – Ikuisuus

Ísland
Hildur Guðnadóttir – Chernobyl
Cell7 – Is Anybody Listening?
Countess Malaise – HYSTERÍA

Noregur
Pom Poko – Birthday
Karpe – SAS PLUS / SAS PUSSY
Erlend Apneseth Trio with Frode Haltli – Salika, Molika

- Auglýsing -

Svíþjóð
Nadia Tehran – Dozakh: All Lovers Hell
Jenny Wilson – Trauma

CELL7

Hystería

Chernobyl

Veistu meira um málið?

Deila

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 
- Auglýsing -

Orðrómur

Helgarviðtalið

Lestu meira

Eiður Smári kominn í tímabundið leyfi: „Ábyrgðin liggur hjá mér“

Eiður Smári Guðjohnsen, aðstoðarþjálf­ari ís­lenska karla­landsliðsins í knatt­spyrnu, er kom­inn í tíma­bundið leyfi. Knatt­spyrnu­sam­band Íslands, KSÍ, greinir...

Nýtt í dag

Í fréttum er þetta helst...

Mest lesið í vikunni

- Auglýsing -