2019 | Birtingur útgáfufélag ehf | k.t. 620867-0129 | VSK.nr 11788 | Síðumúla 28 | Allur réttur áskilinn. Notkun á efni miðilsins er óheimil án samþykkis.

  Dýri fagnaði fertugsafmæli á óvenjulegan máta og skorar á Magga Scheving

  Dýri Kristjánsson fagnaði fertugsafmæli sínu í gær á óhefðbundinn hátt með því að ganga á höndum niður 36 tröppur í Hörpu.

   

  Dýri sem þekktur er sem íþróttaálfurinn birtir myndband af tiltækinu á Facebook og segist hafa gengið með þessa áskorun í maganum í nokkur ár og loksins ákveðið að láta verða af henni í gær. Gangan tók Dýra 50 sekúndur.

  Dýri segir í samtali við Hafnfirðing að hann horfi oft á hlutina með öðrum augum en aðrir. „Þegar ég kom í Hörpu í fyrsta sinn og sá þessar tröppur hugsaði ég með mér að einhvern tímann skyldi ég labba þarna niður á höndum.“

  AUGLÝSING


  Dýri segir eiga sér stór markmið, en einnig sé mikilvægt að eiga lítil og skemmtileg markmið.

  „Ég varð að klára þetta markmið áður en ég yrði fertugur og það tókst. Svo er það líka þannig að ég og Magnús Scheving erum alltaf að metast á um líkamlegt atgervi. Hann sendir á mig að hann hafi verið að taka 100 armbeygjur og ég sendi honum eitthvað. Núna skora ég á hann að toppa þetta!“ segir Dýri stoltur.

  Lestu meira

  Annað áhugavert efni

  Nýjast á Mannlíf.is

  Nýjast á Gestgjafanum