• Orðrómur

Ebba Katrín og Oddur trúlofuð

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Leik­arap­arið Ebba Katrín Finns­dótt­ur og Odd­ur Júlí­us­son trúlofuðu sig um helgina. Oddur fór á skeljarnar í Flatey í Breiðafirði. Ebba Katrín sagði frá gleðitíðindunum á samfélagsmiðlum í gær.

Parið hefur verið saman í nokkur ár, en þau starfa bæði í Þjóðleikhúsinu. Á næsta leikári mun Ebba Katrín fara með hlutverk Júlíu í Rómeu og Júlíu eft­ir William Shakespeare í leik­stjórn Þor­leifs Arn­ar Arn­ars­son­ar. Hún hlaut Grímuverðlaunin 2020 sem besta leikkona í aðalhlutverki fyrir túlkun sína á Uglu í Atómstöðinni og var tilnefnd til Grímunnar 2019 fyrir leik sinn í Matthildi.

Oddur leikur ræningjann Jónatan í Kardemommubænum. Hann vakti einnig athygli í þáttaröðunum Pabbahelgar og Ráðherrann. Oddur var tilnefndur til Grímunnar fyrir leik sinn í ≈ [um það bil] og Atómstöðinni og einnig fyrir tónlist í Ofsa.

- Auglýsing -

Séð og Heyrt óskar parinu til hamingju.

 

Veistu meira um málið?

Deila

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 
- Auglýsing -

Orðrómur

Helgarviðtalið

Lestu meira

Sigurjón og skyr slá í gegn í nýrri herferð

Sigurjón Kjartansson framleiðandi með meiru fer með aðalhlutverkið í nýrri auglýsingu bandaríska skyrframleiðandans Icelandic Provisions. Aug­lýs­ing­in er...

Nýtt í dag

Í fréttum er þetta helst...

Mest lesið í vikunni

- Auglýsing -